is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14700

Titill: 
  • Um þörfina á lögfestingu tvísköttunarsamninga. Rannsókn á heimild 119. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt
  • Titill er á ensku A need for implementing Icelandic Double Taxation Agreements into law. A study on Article 119 of Act no. 90/2003 on Income Tax
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Það er algengt að fyrirtæki og einstaklingar starfi erlendis eða stundi þar viðskipti um lengri eða skemmri tíma. Til þess að jafna stöðu íslenskra skattaðila og gera þeim kleyft að stunda atvinnu eða afla sér verkefna utan landsteinanna, hafa íslensk stjórnvöld gert samninga við önnur ríki á sviði skattaréttar, þ.e. tvísköttunarsamninga. Tvísköttunarsamningar eru þjóðréttarsamningar og hafa þeir lagagildi hér á landi, en víkja fyrir andstæðum lögum í samræmi við tvíeðli lands- og þjóðaréttar. Þá hefur verið gengið út frá því að tvísköttunarsamningar teljist til álagningarheimilda skattayfirvalda, en raunverulegri stöðu þeirra að landsrétti hefur hingað til ekki verið svarað að fullnægjandi hætti.
    Í ritgerð þessari verður reynt að svara því hvort þörf sé á lögfestingu tvísköttunarsamninga sem Ísland gerir við önnur ríki, og hvaða heimildir felast í 119. gr. laga nr. 90/2003. Í upphafskafla er kynnt heimild ríkisstjórnar til að gera tvísköttunarsamninga við önnur ríki, framkvæmd skattayfirvalda við gerð slíkra samninga og innleiðing í landsrétt. Þá er gerð grein fyrir því hvað felst í tvísköttun tekna að þjóðarétti og hvernig tvísköttunarsamningum er beitt. Kynntar verða helstu kenningar og þau hugtök sem einkenna alþjóðlegan skattarétt. Skoðuð verða helstu efnisatriði tvísköttunarsamninga, þ.á.m. verður rætt um samningsfyrirmynd Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD), auk þess sem kynntar verða aðrar fyrirmyndir sem gerðar hafa verið á milli ríkja og stofnana. Einnig verður litið til túlkunar tvísköttunarsamninga, og áhrifa fyrrgreindar samningsfyrirmyndar OECD við túlkun og skýringu tvísköttunarsamninga fyrir dómstólum hérlendis.
    Í næst kafla verður leitast við að skýra hvers konar réttarheimild tvísköttunarsamningur er og hvaða stöðu þjóðréttarsamningar hafa að landsrétti, og hvernig þeir eru innleiddir í landsrétt. Athugað verður hvort til staðar sé fyrirfram samþykki Alþingis til að fullgilda tvísköttunarsamninga í lögum um tekjuskatt eða hvort að löggjafanum sé skylt að lögfesta slíka samninga. Gerður verður samanburður við norska og danska framkvæmd.
    Að því loknu verður í næsta kafla rannsakað hvort að ólögfestir tvísköttunarsamningar standist þær lagaáskilnaðarreglur sem stjórnarskráin setur á sviði skattamála og áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu og þeirra breytinga sem gerðar voru á stjórnarskrá árið 1995 í kjölfar þess að sáttmálinn var lögfestur. Verður litið til túlkunarreglna á sviði stjórnskipunarréttar og í því augnamiði þá sérstaklega á sviði mannréttindareglna. Að lokum verður reynt að svara því hvort að ólögfestir tvísköttunarsamningar standist stjórnarskrá, og afleiðingar þess ef svo telst ekki. Skoðaðar verða heimildir dómstóla til að meta hvort að lög standist stjórnarskrá og hvað í þeim heimildum felst. Í tengslum við spurningu höfundar verður einnig gerð grein fyrir öðrum heimildum skattyfirvalda til að takmarka tvísköttun. Í kjölfarið verður varpað fram mögulegum úrræðum sem að bætt gætu úr vanköntum á núverandi framkvæmd.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsidan.pdf1.63 MBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Meistararitgerd_EinarOrnSigurdsson.pdf784.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna