is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14703

Titill: 
  • Aðför að fullveldi eða efnahagslegt skjól? Orðræðugreining á umfjöllun um Evrópusambandið og evruna í íslenskum fjölmiðlum 2007-2009
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er ljósi varpað á afmarkaða umfjöllun um Evrópusambandið (ESB) og evruna í íslenskum fjölmiðlum frá 2007-2009 með það að markmiði að skoða hvort breyttar efnahagslegar aðstæður hafi sett mark sitt á orðræðuna. Hinn fræðilegi grunnur byggir á kenningum um póststrúktúralisma, smáríkjakenningum ásamt kenningum um dagskrárvald og innrömmun fjölmiðla. Framkvæmd var innihalds- og orðræðugreining á umfjöllun um ESB og evruna í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu árin 2007-2009. Fræðilega umfjöllunin og orðræðugreiningin eru nýttar til þess að varpa ljósi á þann félagslega veruleika sem hin tiltekna orðræða er sprottin upp úr. Greining gagna leiddi í ljós að umfjöllun jókst í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins. Sú orðræða sem greind var í umfjöllun blaðanna, sérstaklega eftir efnahagshrunið, endurspeglar það hvernig efnahagslegar aðstæður setja mark sitt á umræðuna. Þannig er sú merking sem lögð er í efnahagslegt skjól ESB og evrunnar háð efnahagslegum aðstæðum og sjálfsmynd hverju sinni og þannig mótast táknmynd skjólsins í orðræðunni í takt við það. Þrástef um fullveldi og sjálfstæði sem gagnrýni á aðild birtist eins og rauður þráður í gegnum öll tímabilin. Þannig mynda þau hugtök grunnstef í orðræðunni um Evrópumál og mynda ákveðnar táknmyndir sem eru oftar en ekki æðri öðrum innan orðræðunnar. Sjá má af þeim þemum er greind voru að hin lögmæta orðræða hvers tímabils er háð efnahagslegri stöðu hverju sinni, en jafnframt að orðræðuhefðin er sterk og í grunninn má hugmyndin um ESB ekki ógna hugmyndinni um þjóðina. Eftir því sem líður á greiningartímabilið öðlast það sjónarmið, að aðild að ESB feli í sér efnahagslegan ávinning, sterkari rödd gagnvart ríkjandi orðræðu um fullveldi og sjálfstæði sem forsendur gegn aðild sem má rekja til breyttrar samfélagssýnar í kjölfar efnahagshrunsins þar sem þörfin fyrir efnahagslegt skjól verður áþreifanlegri. Engu að síður er ákveðið stigveldi innan orðræðunnar þar sem áhersla á mikilvægi sjávarútvegsins er skör ofar áherslunni á efnahagslega skjólið og því er hin lögmæta orðræða í grunninn sú að ekki megi framselja vald.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this dissertation is to examine the discourse in the Icelandic media coverage concerning the European Union (EU) and the euro from 2007-2009, in order to see whether changed economic conditions had an impact on the debate. The theoretical framework consists of poststructuralism, theories on small states, agenda-setting and framing theory. Mixed methods of content analysis and a foucauldian discourse analysis are utilised to analyse the coverage of the EU and the euro, in Morgunblaðið and Fréttablaðið, over the period of 2007-2009. The theoretical discussion and discourse analysis are used to shed light on the social realities of which the particular discourse is inspired and to see how the media discursively frames the EU and the euro, with a specific focus on arguments of justification and criticism. Analysis of the data revealed that the Icelandic media coverage of the EU and the euro rose sharply just before and after the economic collapse. Furthermore, the debate became more positive towards the EU, based on the argument that EU-membership would provide economic and political shelter. Nevertheless, strong opposition to membership was observed, based primarily on the argument that it is essential to protect sovereignty, independence and the fisheries resource. It can be seen from the themes identified that the legitimate discourse of each period is dependent on economic position each time. However, they also show that the discourse of tradition is strong and based on the idea that the concept of the EU may not threaten the concept of the nation. As the season progresses analysis reveals that the view that the EU and the euro implies economic benefits, gains a stronger voice against the dominant discourse of sovereignty and independence assumptions against membership. It can be concluded that the economic collapse did change the norms of the society, and that the need for economic shelter became more concrete in the discourse. Nevertheless there can be spotted a certain hierarchy within the discourse where the fundamental importance of the fishing industry is frankly beyond emphasized economic shelter and the legitimate discourse is not to endorse sovereignty.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thorunnelvalokaverkefniMA.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna