is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14712

Titill: 
  • Fjarðarkaup út frá fræðum vörumerkjastjórnunar. Er til staðar tryggð hjá viðskiptavinum Fjarðarkaupa?
  • Titill er á ensku Fjardarkaup, from Brand Management's Point of View
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjarðarkaup hf. var stofnað árið 1973 og rekur matvöruverslunina Fjarðarkaup, en hún hefur verið staðsett í hrauninu fyrir ofan Engidalinn í Hafnarfirði síðan árið 1982. Rekstur verslunarinnar er byggður á hinni svokölluðu kolahagfræði, en hún snýr að því að sníða sér stakk eftir vexti og að farsælt sé að fara fetið. Fjarðarkaup leggur mikla áherslu á góða þjónustu og mikið vöruúrval, enda skilgreinir verslunin sig sem þjónustuverslun.
    Ritgerð þessi gerir grein fyrir framkæmd og niðurstöðum rannsóknar sem framin var til að greina Fjarðarkaup út frá fræðum vörumerkjastjórnunar. Auk rannsóknarinnar sjálfrar er farið á fræðilegan hátt yfir helstu hugtök vörumerkjastjórnunar og markaðsfræði. Framkvæmt var eigindlegt viðtal við verslunarstjóra Fjarðarkaupa, Svein Sigurbergsson, auk þess að tvær megindlegar spurningakannanir voru framkvæmdar, annars vegar í Fjarðarkaupum sjálfum til að kanna viðskiptavini verslunarinnar og hins vegar á vefpóstkerfi Háskóla Íslands til að kanna vitund og ímynd ungs fólks. Helsta markmið rannsóknarinnar var að svara rannsóknarspurningunni:
    "Er til staðar tryggð hjá viðskiptavinum Fjarðarkaupa?"
    Þá hafði rannsóknin einnig þrjú undirmarkmið, en þau voru
    "Hvers vegna, eða hvers vegna ekki, er tryggð til staðar hjá viðskiptavinum Fjarðarkaupa?"
    "Hver er vitund ungs fólks á Fjarðarkaupum?"
    "Hver er ímynd ungs fólks á Fjarðarkaupum?"
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að gefið var til kynna að tryggð væri til staðar á meðal viðskiptavina Fjarðarkaupa. Þá var einnig gefið til kynna að sú tryggð stafaði af því að viðskiptavinir Fjarðarkaupa telja sig fá meiri gæði, betri þjónustu og betra úrval en þeir myndu fá annars staðar. Að lokum gáfu niðurstöðurnar einnig til kynna að vitund ungs fólks á Fjarðarkaupum væri mikil og að ímynd ungs fólks á Fjarðarkaupum væri mestmegnis jákvæð.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14712


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skúli_Magnússon_BS.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna