is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14714

Titill: 
  • Ríkisábyrgð á fjárhagsskuldbindingum Landsvirkjunar. Á að afnema ríkisábyrgð af skuldbindingum Landsvirkjunar?
  • Titill er á ensku State aid on Landsvirkjun´s financial obligations
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkisins og því er það þjóðinni, sem og fyrirtækinu, mikilvægt að ekki séu teknar áhættur sem bitni síðar á skattgreiðendum landsins. Fram til dagsins í dag hefur Landsvirkjun tekið fjölmörg lán til að fjármagna fjölda stórra og fjármagnsfrekra verkefna. Í útistandandi lánasamningum Landsvirkjunar, sem og skuldabréfaútgáfum fyrirtækisins, eru ákvæði þess efnis að fyrirtækið sé í 100% eigu íslenska ríkisins. Þar sem fyrirtækið er í ríkiseigu eru til staðar pólitísk áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Flest allar fjárhagslegu skuldbindingar Landsvirkjunar eru með ábyrgð frá ríkissjóði en markmið þessarar rannsóknarverkefnis er að skoða hvort möguleiki sé að breyta núverandi skuldbindingum með það að leiðarljósi að afnema ríkisábyrgð af þeim eða jafnvel afnema ríkisábyrgð á framtíðarskuldbindingum fyrirtækisins. Til að rannsaka og kanna möguleika fyrirtækisins á afnámi ríkisábyrgðar kynnti höfundur sér starfsemi fyrirtækisins vel. Að sama skapi voru skoðaðar þær fjármögnunarleiðir sem eru í boði fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun, sem þarf mikið fjármagn fyrir verkefni og hvernig ríkisábyrgð væri háttað hér á landi. Þess til aðstoðar við að finna svör og leiðir ræddi höfundur við ýmsa aðila. Þeir sem aðstoðuðu höfund einna mest voru þeir Davíð Ólafur Ingimarsson yfirmaður lánamála hjá Landsvirkjun, Hafsteinn Hafsteinsson hjá Seðlabanka Íslands (Ríkisábyrgðarsjóði), Sigurður Thoroddsen lögfræðingur hjá Seðlabanka Íslands (Ríkisábyrgðarsjóði), Sturla Jóhann Hreinsson yfirmaður starfsmannamála hjá Landsvirkjun og Benedikt Kjartan Magnússon, meðeigandi og stjórnandi KPMG á Íslandi.
    Fræðilegi hluti ritgerðarinnar er um fjármagnsskipan fyrirtækja, og kenningar Modigliani og Miller er varða hagkvæmustu samsetningu á fjármagnsskipan fyrirtækja. Úr þeim upplýsingum sem höfundur safnaði og kannaði, var komist að niðurstöðu sem tilgreind er í lok ritgerðarinnar, og er álit hans að Landsvirkjun ætti áfram að njóta ríkisábyrgðar þar til fyrirtækið væri orðið nægilega sterkt fjárhagslega til að geta fjármagnað sig án ríkisábyrgðar á hagstæðum kjörum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14714


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karitas María Lárusdóttir BS.pdf737.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna