is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14715

Titill: 
 • Hæfisskilyrði og forsendur fyrir vali tilboðs í opinberum innkaupum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um hæfisskilyrði og forsendur fyrir vali tilboðs í opinberum innkaupum.
  Uppbyggingu ritgerðarinnar er þannig háttað að í 2. kafla verður fjallað í stuttu máli um þróun reglna um opinber innkaup og áhrif EES-réttar á íslenskan rétt. Í 3. kafla ritgerðarinnar verður fjallað um meginreglur opinberra innkaupa, einkum meginreglurnar um jafnræði, gagnsæi og meðalhóf. Sú umfjöllun er nauðsynleg í ljósi þess hversu mikla þýðingu reglurnar hafa bæði við val á bjóðendum og við val á tilboði í opinberum innkaupum. Í kaflanum verður sérstök áhersla lögð á jafnræðisregluna. Fjallað verður um þýðingu reglunnar í framkvæmd og verður í því sambandi vikið að nokkrum dæmum úr framkvæmd kærunefndar útboðsmála og Evrópudómstólsins þar sem reynt hefur á jafnræðisregluna.
  Í 4. kafla ritgerðarinnar verður fjallað um val á bjóðendum og hæfisskilyrði opinberra innkaupa. Uppbyggingu kaflans er þannig háttað að fyrst verður fjallað um þau tilboð sem koma til greina við val á tilboði, þ.e. gild tilboð og gild frávikstilboð. Að þeirri umfjöllun lokinni verður fjallað um hvaða hæfisskilyrði kaupendum er heimilt að setja, við hvaða aðstæður kaupendum er heimilt að útiloka fyrirtæki frá þátttöku í útboði og hvaða gagna kaupendum er heimilt að krefja fyrirtæki um til sönnunar bæði á fjárhagslegu og tæknilegu hæfi þeirra. Eftir því sem við á verða ákvarðanir og úrskurðir kærunefndar útboðsmála og dómar Evrópudómstólsins reifaðir.
  Í 5. kafla ritgerðarinnar verður fjallað um val á tilboði og þær forsendur sem kaupendur geta lagt til grundvallar við slíkt val. Fyrst verður fjallað um þær tvær leiðir sem kaupendur geta farið við val á tilboði. Þá verður fjallað um mikilvægi útboðsgagna við val á tilboði og heimildir kaupenda bæði til að hafna óeðlilega lágum tilboðum og hafna öllum tilboðum. Að þeirri umfjöllun lokinni verður fjallað um hvaða forsendur kaupendur geta lagt til grundvallar þegar val á tilboði byggist á fjárhagslegri hagkvæmni. Jafnframt verður fjallað um þau skilyrði sem slíkar valforsendur þurfa að uppfylla. Að lokum verður í stuttu máli fjallað um ólögmætar og óheimilar valforsendur og heimildir kaupenda til þess að breyta valforsendum.
  Í 6. kafla ritgerðarinnar verður fjallað um þá kröfu Evrópudómstólsins, sem einnig endurspeglast í framkvæmd kærunefndar útboðsmála, að kaupendum beri að halda hæfisskilyrðum og forsendum fyrir vali tilboðs vandlega aðskildum, enda gilda ólíkar reglur um hvorn þátt um sig. Að lokum verða helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í 7. kafla.

Samþykkt: 
 • 3.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14715


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur Margrét Jóhannesdóttir-ritgerð.pdf670.93 kBLokaður til...03.05.2023HeildartextiPDF