is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14717

Titill: 
  • Ásgeir Jón Emilsson: Einfari í myndlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Alþýðumaðurinn Ásgeir Jón Emilsson (1931-1999) frá Seyðisfirði var sjálflærður í myndlist og vann alla ævi að myndlist. Þegar Ásgeir var ungur hafði hann brennandi áhuga á að skapa og í höndum hans umbreyttust hin ýmsu efni sem gátu verið spýtuafgangar, pappírsrestar, og önnur tilfallandi efni í dúkkuhús, hillur og annað skemmtidót fyrir ættingja hans og vini.
    Þegar Ásgeir varð eldri fór hann markvisst að vinna með rusl í listsköpun sinni, sem hann breytti í djásn. Hann fór að gera einstaka skúlptúra úr blikkdósum, en þeir veita honum algjöra sérstöðu í íslenskri myndlist, enginn annar hefur fengist við slíkt hér á landi svo vitað sé. Skúlptúrarnir eru ruggustólar, myndarammar og kórónur unnir úr bjórdósum, baunadósum og málningardósum. Jafnframt gerði hann keðjur eða ramma úr sígarettupakkningum, sem á heldur enga samsvörun við aðra list á Íslandi. Ásgeir gerði einnig myndverk, þar sem hann málaði myndir á efni sem hann fann í umhverfi sínu. Myndirnar voru endurtekin mótív af konum og skipum sem hann stækkaði upp með margbreytilegri útfærslu. Ásgeir var einnig ljósmyndari og tók mikið af ljósmyndum og framkallaði.
    Í ritgerðinni er fjallað um líf og list Ásgeirs og hún tengd við list einfara í myndlist og skoðuð út frá þeirri hugmynd. Vonandi vekur umfjöllunin áhuga á myndlistarmanninum Ásgeiri og samskonar listamönnum og líkri birtingarmynd einfara í list.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásgeir Jón Emilsson - einfari í myndlist.pdf3.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna