is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14719

Titill: 
 • Hálendisvakt björgunarsveita. Kostnaðargreining
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hálendisvakt hefur verið starfandi á hverju sumri á fjórum stöðum á hálendinu frá því árið 2006. Verkefnið er skipulagt af Slysavarnafélaginu Landsbjörg en björgunarsveitir landsins sjá um að útvega mannskap og búnað til verksins. Markmið vaktarinnar er að sinna ákveðnu forvarnarstarfi það er að segja leiðbeina og upplýsa ferðamenn um aðstæður á hálendinu auk þess að stytta viðbragðstímann ef eitthvað kemur uppá og tryggja betur öryggi ferðamanna.
  Árið 2012 sinnti Hálendisvakt björgunarsveitanna 1917 atvikum en þeir sem nutu aðstoðarinnar greiddu ekki krónu fyrir hana. Öll vinnan sem innt var af hendi af hálfu björgunarsveitanna var unnin í sjálfboðavinnu. Auk þess sem björgunarsveitirnar sjálfar lögðu fram mikinn búnað og ýmsir styrktaraðilar tryggðu mannskapnum gistingu. En allt kostar peninga, markmið ritgerðarinnar er að kanna hver áætlaður kostnaður hinna ýmsu aðila sem koma að vaktinni er miðað við hvernig vaktin var sett upp árið 2012. Einnig verður skoðað hvaða leiðir eru færar í því að fjármagna verkefnið og hver skuli bera kostnað af því útfrá kostum og göllum hverrar leiðar fyrir sig.
  Hafa ber í huga að nákvæmar kostnaðartölur fengust ekki frá forsvarsmönnum Hálendisvaktarinnar. Því er í raun einungis um tilraun til að meta kostnað og umfang vaktarinnar árið 2012 að ræða útfrá gefnum forsendum höfundar.
  Helstu niðurstöður eru þær að ef litið er á Hálendisvaktina sem stakt verkefni sem þarf að þjálfa starfsmenn sína og kaupa allan búnað og gistingu þá er heildarkostnaðurinn 160.150.582 kr. Ef aftur á móti tekið er tillit til þess að Hálendisvaktin er eitt af mörgum verkefnum sem björgunarsveitirnar taka að sér og kostnaði við búnað og þjálfun er deilt niður á daga ársins og metinn útfrá þeim dögum sem hann er notaður á vaktinni þá lækkar kostnaðurinn niður í 60.019.312 kr. Það má því segja að grundvöllur verkefnisins felist í því að björgunarsveitirnar taki þátt með öllum sínum búnaði og færni til þess að minnka kostnaðinn sem hlýst af verkefninu.

Samþykkt: 
 • 3.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólveig Margrét Kristjánsdóttir_BS.pdf790.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna