Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14723
Rannsókn þessari er ætlað að svara því hvort að mannauðsstjórar, starfsmannastjórar og þeir stjórnendur sem sinna stöfum á sviði mannauðsstjórnunar telji að þörf sé fyrir handbók á sviði mannauðsstjórnunar fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir. Lagðar voru spurningar fyrir þátttakendur sem gætu varpað ljósi á hvað aupplýsingar slík handbók ætti að innihalda, einnig voru þátttakendur spurðir að því hverjir væru æskilegir við gerð handbókarinnar þannig að það sem þar kæmi fram væri áreiðanlegt
Í fræðilega hluta rannsóknarinnar er mannauðsstjórnun skilgreind, sagt frá hlutverki, framtíð og hver staða mannauðsstjórnunar er á Íslandi.
Notast var við megindlega aðferðafræði við gerð rannsóknarinnar. Spurningalisti var birtur á lokuðu svæði hjá Flóru félagi mannauðsstjóra. Spurningalistinn var einnig sendur í tölvupósti til 159 stjórnanda fyrirtækja og stofnanna sem valdir voru af handahófi. Alls kláruðu 87 þátttakendur að svara spurningarlistanum og var svarhlutfallið 55%.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar, eru að það virðist vera þörf fyrir því að handbók á sviði mannauðsstjórnunar fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir yrði gefin út. Flestir voru sammála um að slík handbók gæti gagnast þeim vel í stöfum sínum þá sér í lagi sem gagnvirkur vefur þar sem efni hennar er aðlagað íslenskum aðstæðum. Upplýsingar vefsins áttu að mati þáttakenda að vera unnar þverfaglega eða af starfandi mannauðsstjóra, fræðimanni, ráðgjafa og sérfræðingi í vinnusálfræði. Einungis voru 11% þátttakenda sem töldu ekki vera þörf á handbók á sviði mannauðsstjórnunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Berglind María Kristinsdóttir Ritgerð.pdf | 1.66 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |