is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14725

Titill: 
  • Hvatning og umbun í starfi hjá hinu opinbera. Er verðlaunað fyrir góða frammistöðu?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar var að kanna hvernig væri verið að hvetja og umbuna starfsfólki hjá hinu opinbera með hugmyndafræði nýskipans í ríkisrekstri að leiðarljósi. Hugmyndafræðin kom fram um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og markmiðið var að breyta starfs- og rekstrarumhverfi opinberra stofnana.
    Rannsóknarsniðið var eigindlegt og byggir á hálfopnum viðtölum við átta stjórnendur hjá hinu opinbera. Notast var við hentugleikaúrtak við framkvæmd rannsóknarinnar. Ritgerðin skiptist í fræðilegan hluta og rannsóknarhluta.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að allir þeir stjórnendur sem tóku þátt í rannsókninni hvetja og umbuna starfsfólki sínu á einhvern hátt en þó í mismiklum mæli. Stjórnendur voru flestir sammála um að krefjandi verkefni og það að ná árangri myndi hvetja þá sjálfa mest í starfi. Atvinnuöryggi var hvað oftast nefnt sem ein helsta umbun ríkisstarfsmanna. Um helmingur stjórnenda sem tóku þátt í rannsókninni töldu sig ekki hafa svigrúm til að umbuna starfsfólki sínu en þeir stjórnendur sem umbuna hvað mest sögðust skapa sér það svigrúm sjálfir. Stjórnendur hafa mismunandi skoðun á umbun og nokkrir sem tóku þátt í rannsókninni er illa við að umbuna. Nýskipan í ríkisrekstri virðist ekki hafa skilað tilsettum árangri hvað varðar mannauðsmál, því flestir sem tóku þátt í rannsókninni telja að þau hafi setið á hakanum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14725


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti pdf.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Aðgangi lokað af höfundi til 3.5.2015. Breytt af umsjónarmanni Skemmu skv. fyrirmælum viðskiptafræðideildar í 30.6.2013.