is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14727

Titill: 
 • Kynheilbrigði unglinga. Árangur af kynfræðslunámsefninu Kynveruleiki - Í ljósi kynheilbrigðis
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rannsóknir benda til ótvíræðs árangurs kynfræðslu í skólum til betra kynheilbrigðis unglinga. Hér á landi eru ótímabærar þunganir og kynsjúkdómar tíðari í samanburði við mörg OECD lönd. Árangur af kynfræðslu í grunnskólum á Íslandi hefur lítið verið rannsakaður. Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa og meta árangur af kynfræðsluefninu Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis.
  Aðferð: Lögð var fyrir nafnlaus spurningakönnun fyrir nemendur í 8. bekk eins grunnskóla Reykjavíkur, fyrir og eftir kynfræðsluíhlutun (ein kennslustund á viku í átta vikur) haustið 2010. Alls svöruðu 101 nemendur báðum könnununum, 52 stúlkur og 49 drengir. Könnuð var þekking, viðhorf, kynhegðun og samræður við foreldra um kynlíf.
  Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að þekking nemenda jókst ( úr 68% rétt svör í 79%, p<0,001). Stúlkur höfðu meiri þekkingu en drengir í upphafi (stúlkur 70% rétt svör, drengir 65%) en þekking jókst jafnmikið hjá stúlkum og drengjum eftir íhlutun. Viðhorf til ábyrgðar í kynlífi og svar við staðhæfingu sem lýsir fordómum breyttist marktækt á milli tímapunkta hjá báðum kynjum (p<0,002 og p<0,034). Hjá drengjum breyttust einnig viðhorf um sjálfsvirðingu og virðingarleysi marktækt. Við upphaf íhlutunar sögðust 4% nemenda hafa haft samfarir en eftir 8 vikur var hlutfallið 10% (p<0,034). Þeir sem höfðu aldrei rætt við foreldra um kynlíf í upphafi voru 77% en eftir íhlutun voru það 63% þátttakenda.
  Ályktanir: Niðurstöður sýndu fram á aukna þekkingu, breytt viðhorf og kynhegðun og meiri tjáskipti við foreldra í kjölfar íhlutunar. Viðhorf drengja breyttust frekar. Niðurstöður styðja fyrri rannsóknir um gagnsemi kynfræðslu í grunnskólum. Fyrri rannsóknir hafa einnig leitt í ljós mikinn mun á kynhegðun meðal 13 og 14 ára unglinga sem bendir til mikilvægi þess að vera með vel undirbúna alhliða kynfræðslu áður en þeir byrja að stunda kynlíf. Æskilegt er að rannsaka námsefnið frekar áður en það fer í almenna notkun.
  Lykilorð: Kynfræðsla, unglingar, viðhorf, þekking, tjáskipti, kynhegðun.

Samþykkt: 
 • 3.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14727


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynheilbrigði unglinga Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir.pdf2.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna