is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14731

Titill: 
  • Erum við skynsöm? Athugun á ákvörðunartöku hins hagræna manns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nýklassísk hagfræðigreining byggir á hinum hagræna manni, homo economicus, sem leitast í sífellu við að hámarka hag sinn. Hann hefur smekk og valröðun sem helst alltaf söm og hann býr yfir fullkomnum og viðeigandi upplýsingum ásamt því að hegða sér sjálfstætt. Hinn hagræni maður hefur einnig getu til að nýta vitneskju sína og hámarkar því alltaf eigin hag. Sú hagfræði sem nemendum um heim allan er kennd í dag er byggð á nýklassískum  stoðum. Allt frá því að hún tók sér fótfestu með jaðarbyltingunni upp úr 1870 hefur nýklassísk greining verið ríkjandi í heiminum. Þrátt fyrir að hafa breyst og þróast í gegnum tímann og tekið mið af hugmyndum annarra kenninga byggir hún á sömu grunngildum og hinum síhámarkandi hagræna manni.  
    Gagnrýni á hinn hagræna mann hefur alla tíð verið til staðar en undanfarin ár og áratugi hefur hún aukist. Niðurstöður úr rannsóknum á raunverulegu atferli einstaklinga og ákvörðunartöku þeirra styrkja málstað þeirra sem efast um gildi hins hagræna manns. Líffræðileg boð mynda hneigðir hjá einstaklingum og það sem áður voru talin óskynsamleg frávik í hegðun einstaklinga er í sumum tilvikum reglan.  
    Viðfangsefni þessa verkefnis er að rannsaka hvort við séum skynsöm. Litið verður á sögu nýklassískrar hagfræði, fæðingu hins hagræna manns og forsenda um ákvörðunartöku hans. Einnig   verður farið yfir niðurstöður rannsókna í atferlishagfræði og litið á takmarkaða skynsemi og tilhneigingu einstaklinga til að nýta ekki alla vitneskju sína né líta á alla valmöguleika sem   fyrir hendi eru. Ásamt því verður sérstaklega farið yfir þrjár hneigðir, akkeri, fulltrúa-­ og aðgengishneigð, sem í hversdagsleiknum eru einstaklingum duldar en skekkja ákvörðunartöku þeirra með reglubundnum hætti. Að lokum verður   fjallað um hvernig að rannsóknarniðurstöður sýna fram á að allar forsendur ákvörðunartöku hins hagræna manns bresta. Leitast verður við að svara því hvort að sá forsendubrestur hafi áhrif á spágildi nýklassísku líkananna og hverjar   takmarkanir þeirra séu.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haraldur Þórir Proppé Hugosson-1.pdf328.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna