en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/14753

Title: 
  • Title is in Icelandic Valdheimildir Samkeppniseftirlits við opinbert eftirlit samkvæmt samkeppnislögum nr. 44/2005
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Samkeppnislög nr. 44/2005 eru almennar leikreglur hins íslenska markaðar og samkeppnisyfirvöldum er falið að hafa eftirlit með því að þeim sé fylgt. Með samkeppnislögum á inngrip ríkisvalds í flestum tilvikum að vera óþarft en lögin fela samkeppnisyfirvöldum hins vegar mikilvægt hlutverk, það er að sjá til þess að samkeppni sé virk og að hvorki þróist fákeppni né einokun á markaði þar sem að slík þróun kemur að lokum niður á neytendum m.a. í formi hærra vöruverðs. Mikilvægt er að hafa virkt og gott eftirlit á sviði samkeppnismála svo neytendur og þjóðfélagið allt beri ekki tjón af hegðun fyrirtækja á markaði. Nauðsynlegt er því að samkeppnisyfirvöld hafi skýrar og augljósar heimildir til að framfylgja eftirliti með lögunum, bæði til að kanna hvort samkeppnislög hafi verið brotin, auk þess sem koma þarf í veg fyrir að brot verði framið, og að til staðar séu viðurlög eða virkar valdheimildir til að krefjast úrbóta ef uppvíst verður um brot á lögunum.
    Markmið þessarar umfjöllunar er að gera grein fyrir þeim valdheimildum sem Samkeppniseftirlitið hefur yfir að ráða við opinbert eftirlit með markaðnum skv. samkeppnislögum. Þá verður leitast við að gera grein fyrir beitingu þeirra í framkvæmd og þeim reglum sem eftirlitinu ber að fylgja við beitingu þeirra eftir því sem við á.

Accepted: 
  • May 6, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14753


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ValdheimildirSE_LOK.pdf718.41 kBOpenMeginmálPDFView/Open
ValdheimildirSE_Forsida.pdf106.35 kBOpenForsíðaPDFView/Open