Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14768
Í þessari ritgerð er farið yfir sögulega þróun sameiningar sveitarfélaga. Greinar sem birtar voru í blöðum og tímaritum á árunum 1945 til ársins 1970 fá sín notið. Jafnframt því er farið yfir helstu áhrifaþætti hvað varðar sveitarstjórnarlög og greint frá gagnrýni manna um aðgerðarleysi ríkisins hvað lögin varðar. Fjallað er um rannsóknir fræðimanna og farið yfir íbúaþróun frá dreifbýli til þéttbýlis frá árinu 1910 til ársins 2013 ásamt því að sameiningar átak sem ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga fór í árið 1993 og árið 2005 er gerð skil. Niðurstöðurnar eru þær að þó menn hafi ekki allir sem einn verið sáttir við sameiningu sveitarfélaga, þá voru menn sammála því að aðgerða var þörf. Einnig er því velt upp hvort visst aðgerðarleysi af hálfu ríkisstjórnarflokka hafi verið að ræða er varðar sameiningu smæstu sveitarfélaga landsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fanny Gudbjorg Jonsdottir_BA lokaverkefni_2013.pdf | 1.64 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |