en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/14773

Title: 
 • Title is in Icelandic Framburður sakbornings og vitnis í sakamálum. Sönnunarmat og sönnunargildi
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Framburður sakbornings og vitnis er sennilega það sönnunargagn í sakamáli sem erfiðast er að henda reiður á. Einfalt kann að vera að átta sig á hvað í honum felst en erfiðara er að gera sér grein fyrir hvernig hann er metinn og hvert sönnunargildi hans er hverju sinni.

  Hægt er að nálgast sönnunargildi og mat á framburði frá sjónarhóli tveggja fræðigreina: útfrá réttarsálfræði og lögfræði. Í ritgerð þessari er álitaefnið nálgast lögfræðilega og er því fyrst og fremst skoðað hvernig dómari í íslensku sakamáli nálgast sönnunargildi og sönnunarmat á framburði á grundvelli íslenskra laga og dómaframkvæmdar. Ekki er þó hægt að aðskilja réttarsálfræði og lögfræði við mat á þessu álitaefni með öllu og er því á einstaka stöðum vitnað til rannsókna og fræðiskrifa sem snúa að réttarsálfræði.

  Í ritgerðinni er fjallað um framburð vitnis og sakbornings sem sönnunargagn í sakamálum og réttarfarsatriði tengd framburði. Í ritgerðinni er reynt að varpa ljósi á hvert sé sönnunargildi framburðar bæði vitnis og sakbornings. Sönnunargildi framburðar er skoðað eftir því hvernig og fyrir hverjum hann er gefinn. Í ritgerðinni er einnig leitast við að greina hvað gerir framburð trúverðugan út frá þeim rökstuðningi sem fram kemur í dómum Hæstaréttar og héraðsdómum sem áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar og Hæstiréttur hefur tekið afstöðu til sönnunarmats og/eða gildis framburðar, annaðhvort með því að staðfesta hann með vísan til forsendna eða með sjálfstæðri afstöðu og umfjöllun. Þar að auki eru skoðaðir möguleikar Hæstaréttar við áfrýjun ef hann telur að héraðsdómur hafi metið framburð ranglega eða ef hann telur að ekki hafi verið gætt að réttarfarsreglum við mat á framburði.

  Ritgerðin er aðallega rannsókn á dómum Hæstaréttar og afmarkast við dóma sem fallið hafa eftir gildistöku laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 sem tóku í gildi þann 1. júlí 1992 og núgildandi lög um meðferð sakamála nr. 88/2008 sem tóku í gildi 1. janúar 2009.

Accepted: 
 • May 6, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14773


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
3 meistararitgerd theodor.pdf1.02 MBOpenMeginmálPDFView/Open
kapa theodor.pdf105.94 kBOpenKápaPDFView/Open