is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14777

Titill: 
  • Frú forseti: Samanburður á framboðum tveggja kvenna til embættis forseta Íslands árin 1980 og 2012
  • Titill er á ensku Ms. President: A comparison of two women candidates for the President of Iceland in 1980 and in 2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða hvort, og þá hvernig, aðstæður hafa breyst fyrir þær konur sem buðu sig fram til embættis forseta Íslands árin 1980 og 2012. Umfjallanir um framboð Vigdísar Finnbogadóttur og Þóru Arnórsdóttur sem birtust í fjölmiðlum, í greinarskrifum og í tilfelli Þóru, einnig í samfélagsmiðlum, verða bornar saman. Það er gert til að kanna hvort kyn frambjóðendanna tveggja hafi haft jafn mikil áhrif á bæði framboðin. Þrjár bylgjur femínismans verða skoðaðar þar sem þær veita góða innsýn í kvenréttindabaráttuna. Saga kvenréttindabaráttunnar og bylgjurnar þrjár aðstoða við að varpa ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað á Íslandi frá því að Vigdís fór í framboð og þar til að Þóra fór í framboð. Í ljós kemur að umfjallanirnar eru á margan hátt líkar, en einnig er margt sem skilur þær að. Kynið skipti miklu máli í framboði Vigdísar og mikið var fjallað um það í fjölmiðlum, en talsvert minna var um það í framboði Þóru þó svo að það hafi komið fram að einhverju leyti, t.d. í sambandi við óléttu og fjölskylduaðstæður hennar. Þá sést að aðrir þættir höfðu meiri áhrif en kyntengdir þættir eins og t.d. aldur og skoðun hennar á embættinu sjálfu. Þó svo að aðstæður hafi verið ólíkar, þá fengu konurnar tvær mikla umfjöllun um kyntengd atriði. Ólíklegt er að kyn frambjóðanda verði aftur dregið fram í umfjöllunum næst þegar kosið verður til forseta Íslands.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SS_BAritg_RÉTTA_PDF.pdf687.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna