is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14780

Titill: 
  • Millistjórnsýslustig á Íslandi. Rannsókn á týnda stjórnsýslustiginu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Leikir sem lærðir hafa löngum velt upp þeirri spurningu af hverju Íslendingar hafa ekki hið svo kallað millistjórnsýslustig, eins og tíðkast víðast hvar í Evrópu. Millistjórnsýslustig er stjórnsýslustigið milli ríkisvaldsins og sveitarfélaga sem sinnir svæðisbundnum verkefnum. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa skýru ljósi á hvernig Íslendingar leysa það að hafa ekki millistjórnsýslustig, hvaða verkefni falla undir millistjórnsýslustig hjá öðrum þjóðum og afstöðu Íslendinga til þessa týnda stjórnsýslustigs. Rannsóknin er fyrst og fremst eigindleg greining höfundar á ólíku efni um millistjórnsýslustig auk innihaldsgreiningar á texta.
    Farið er yfir möguleg verkefni millistjórnsýslunnar á Íslandi sem og gerð tillaga að skiptingu landsins í millistjórnsýslustig. Auk þess er skautað yfir margt sem tengist málefni millistjórnsýslunnar en meðal annars komst höfundar að því að nánast frá landnámi til þúsaldarmótanna árið 2000 hafa þrjú stjórnsýslustig verið hér við lýði í einhvers konar mynd. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að ríkisvaldið og sveitarfélög vinni mjög mikið þvert á sveitarfélagsmörk. Þá hefur ríkið dregið stjórnsýslumörk með mjög ómarkvissum hætti. Auk þess eru samstarfsverkefni sveitarfélaga flókin og mjög ólýðræðisleg. Þriðja stjórnsýslustigið með beinum kosningum myndi rétta umræddan lýðræðishalla og einfalda stjórnsýsluna. Niðurstöður benda til þess að Íslendingar séu að verða meðvitaðri um millistjórnsýslustig sem valmöguleika í stjórnskipan landsins í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins. Mögulegum verkefnum millistjórnsýslunnar mætti skipta í tvennt: Verkefni sem myndu falla undir svæðasjálfsstjórn annars vegar og heildarstefnu hins vegar. Líkleg verkefni sem myndu falla undir svæðasjálfstjórn væru félagsleg þjónusta (s.s. málefni aldraðra og fatlaðra), framhaldsskólar, heilsugæsla og sjúkrahús, veitur, sorpeyðing, eftirlit með fjármálum sveitarfélaga, samgöngumál og byggðamál. Málefni sem eru líkleg til að falla undir heildarstefnu væru löggæsla, sýslumannsembætti, héraðsdómsstólar og kjördæmaskipan. Á meðal nýrra upplýsinga sem koma fram í rannsókninni er að ekkert var fjallað um „þriðja stjórnsýslustigið“ í heilan áratug fram að hruni íslenska bankakerfisins sem og kynnt ný hugmynd um skiptingu landsins í stjórnsýslustig. Þessi rannsókn er sú eina sinnar tegundar þar sem aldrei hefur jafn ýtarlega verið fjallað um millistjórnsýslustig í íslenskri rannsókn. Hún gæti því reynst mikilvægt innlegg í frekari umræðu um mögulega innleiðingu millistjórnsýslustigs á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tynda stjornsyslustigid.pdf2.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna