Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14782
Eftir nýársávarp Kristjáns Eldjárn 1980 varð ljóst að nýr forseti yrði kjörinn í landinu þá um sumarið. Ýmsir voru nefndir sem hugsanlegir arftakar Kristjáns en að lokum fór það svo að fjórir gáfu kost á sér, þrír karlar og ein kona. Vigdís Finnbogadóttir átti ekki sjö dagana sæla í kosningabaráttunni og enginn frambjóðandi hefur í forsetakosningum á Íslandi mátt þola eins ítarlega skoðun á einkalífi sínu og hún. Mátti Vigdís svara ótrúlegustu spurningum um það efni. Ástæðan var að hún var kona, fráskilin, einstæð móðir. Í þessari ritgerð er spurt hvaða máli kyn Vigdísar Finnbogadóttur skipti í forsetakosningunum 1980. Skýringa er leitað út frá samtímaheimildum með greiningu á orðræðunni í kosningabaráttunni 1980 og út frá kenningum í stjórnmálafræði og kynjafræði. Niðurstaðan er að Vigdís gjörbreytti með framboði sínu kosningabaráttunni, hún vakti athygli á málefnum og stöðu kvenna og framganga hennar varð öðrum konum til góða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðfinnur Sigurvinsson.pdf | 389.53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |