is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14787

Titill: 
 • Samvinna sveitarfélaga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um samvinnu sveitarfélaga og samninga um starfrækslu verkefna þeirra samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Einnig er fjallað um samvinnu sveitarfélaga á grundvelli heimilda í sérlögum. Markmið ritgerðarinnar er fyrst og fremst að túlka þær samvinnuheimildir sem til staðar eru í lögum.
  Sveitarfélög hafa með höndum mikið af verkefnum sem sum geta reynst erfið og kostnaðarsöm í framkvæmd. Vegna þessarar ástæðu eru veittar heimildir í lögum fyrir sveitarfélög til að hafa samvinnu um hin ýmsu verkefni. Sveitarfélögum er frjálst að taka þátt í samvinnu og almenna heimild til frjálsrar samvinnu má finna í 92. gr. sveitarstjórnarlaga. Almennt séð hefur samvinna sveitarfélaga farið vaxandi með árunum og sífellt fleiri sveitarfélög kjósa að hafa samstarf. Slíkt getur verið mjög hagkvæmt, sérstaklega fyrir smærri sveitarfélög sem ef til vill hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa í rækslu kostnaðarsamra og umfangsmikilla verkefna ein síns liðs.
  Þegar sveitarfélög hafa ákveðið að hafa samvinnu um verkefni þurfa þau að gera samning þar að lútandi þar sem taka ber fram hin ýmsu formsatriði. Samvinna sveitarfélaga getur farið fram með margvíslegum hætti, t.d. með stofnun sérstaks lögaðila um samvinnuna. Þó er sú ekki alltaf raunin, heldur geta sveitarfélög ákveðið að haga samstarfi sínu með almennu samstarfi, án stofnunar sérstaks lögaðila eða þá með þeim hætti að eitt sveitarfélag ræki verkefni fyrir annað sveitarfélag, sbr. 96. gr. sveitarstjórnarlaga. Þegar lögaðili er stofnaður getur hann t.d. verið í formi hlutafélags eða byggðasamlags, sbr. 94. gr. sveitarstjórnarlaga.
  Eðli verkefna getur verið með þeim hætti að vald sé veitt til töku stjórnvaldsákvarðana, og þegar sú er raunin er samstarf aðeins mögulegt skv. 94. gr. og 96. gr. sveitarstjórnarlaga. Þegar verið er að túlka samvinnuheimildir skv. sérlögum getur skipt miklu máli hvort verkefni feli í sér töku slíkra ákvarðana. Þarf þá að túlka ákvæði sérlaganna í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaganna.
  Markmið ritgerðarinnar var fyrst og fremst að túlka laghaheimildirnar sem fram koma í sveitarstjórnarlögunum og ákvæðum sérlaga um samvinnu sveitarfélaga og varpa ljósi á hvernig fara eigi með ef einhver vafi myndast um framkvæmdina. Þarf sérstaklega að huga að valdmörkum milli samstarfsaðila og hvaða vald er hægt að framselja í raun.

Samþykkt: 
 • 6.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14787


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Birna Ólafsdottir ritgerð-prenteinta.pdf646.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna