is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14792

Titill: 
 • Beiting erlendra réttarreglna af íslenskum dómstólum
 • Titill er á ensku The Application of Foreign Laws by Icelandic Courts
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Umfjöllunin var á sviði alþjóðlegs einkamálaréttar eða lagaskilaréttar eins og réttarsviðið er einnig nefnt, og réttarfars. Erlendar réttarreglur birtast á ýmsan hátt fyrir íslenskum dómstólum þó er engri heildarlöggjöf til að fara sem segir til um hvernig skuli bregðast við þegar ágreiningsefni einkamálaréttarins berast út fyrir landssteinanna.
  Hinsvegar er að finna á víð og dreifð, skráðar reglur í íslenskum landsrétti sem segja til um hvernig skuli bregðast við í þessum tilfellum. Auk þessara skráðu íslensku lagaskilareglna í landsréttinum hafa Íslendingar gengist undir ýmsar alþjóðaskuldbindingar í formi tvíhliða og marghliða samninga við erlend ríki um að veita erlendum reglum, erlendum dómsúrlausnum og úrlausnum erlendra yfirvalda brautargengi í íslenskum rétti.
  Mörg álitaefni vakna við beitingu erlendra réttarreglna. Í umfjölluninni var tekist á við ýmis krefjandi verkefni svo sem að svara spurningum eins og á forræði hvaða aðila lagavalið væri raunverulega? Ber dómara af sjálfsdáðum og án kröfu að beita erlendri lagareglu? Hversu ítarlega þarf að leiða hina erlendu lagareglu í ljós samkvæmt 1. mgr. 44. gr. einkamálalaganna nr. 91/1991 til að hægt væri að byggja á reglunni hérlendis og hvaða aðferðum er heimilt að beita við það? Hvaða réttaráhrif hefur það að ekki er sýnt fram á tilvist hinnar erlendu lagareglu? Hvernig ber að túlka hina erlendu réttarreglu? Sætir beiting erlendra réttarreglna fyrir íslenskum dómstólum einhverjum sérstökum takmörkunum og svo framvegis.
  Markmiðið með umfjölluninni var að veita heildarmynd af því hvaða reglur gilda þegar ágreiningsefni fyrir dómstólum hafa tengsl við erlenda aðila eða lögskiptin hafa að öðru leyti á sér alþjóðlegan blæ.
  Í ritgerðinni var skrifunum hagað með þeim hætti að eftir að helstu hugtök höfðu verið skilgreind í kafla tvö, þá var í þriðja kafla fjallað almennt um alþjóðlegan einkamálarétt. Í því samhengi var reynt að varpa ljósi á hvaðan reglurnar kæmu. Í þriðja kafla var líka tekið fyrir hvers vegna erlendu réttarreglunum er beitt hér á landi ásamt fleiri sjónarmiðum í þá veru.
  Í fjórða kaflanum var farið yfir hvað takmarkaði beitingu erlendu réttarreglanna á Íslandi. Auk þess var í kaflanum tekið til athugunar hvernig reglur alþjóðlega einkamálaréttarins höfðu áhrif hér á landi og í því samhengi voru valin helstu réttarsviðin sem skiptu máli fyrir umfjöllunina.
  Reglur alþjóðlega einkamálaréttarins voru við ritgerðarskrifin skýrðar eftir því sem þurfa þótti með innlendum og erlendum fræðaskrifum. Auk þess var farið yfir helstu dómaframkvæmdina á réttarsviðinu. Í lokakaflanum eða fimmta kafla voru síðan helstu niðurstöðurnar dregnar saman ásamt lokaorðunum.

Samþykkt: 
 • 6.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14792


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsida venjuleg ma ritgerð GPO.pdf30.72 kBLokaður til...01.10.2030ForsíðaPDF
MA-ritgerð GPO.pdf1.06 MBLokaður til...01.10.2030MeginmálPDF