is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14793

Titill: 
  • Vörumerki í þrívídd
  • Titill er á ensku Three-dimensional trademarks
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er umfjöllun um vörumerki í þrívídd, nánar tiltekið þau vörumerki þar sem lögun og/eða útlit vöru nýtur verndar sem vörumerki. Tekið verður til skoðunar hvaða kröfur eru gerðar til skráningar vörumerkja í þrívídd samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins (hér eftir vísað til sem ESB). Tvö atriði skipta höfuðmáli við mat á skráningarhæfi þrívíðra vörumerkja og eru þau eftirfarandi: Merki verður annars vegar að búa yfir sérkenni og hins vegar mega takmarkanir e-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunar Ráðsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki nr. 2008/95/EBE (fyrir breytingar þekktust sem tilskipun nr. 89/104/EBE, hér eftir vísað til sem vörumerkjatilskipunin) ekki eiga við, en þar er kveðið á um að ekki megi skrá sem vörumerki tákn sem sýna eingöngu eðlilega lögun vöru, lögun vöru sem er óhjákvæmileg af tæknilegum ástæðum eða lögun sem eykur verðmæti vöru svo um munar. Þungamiðja ritgerðarinnar verður umfjöllun um þessi atriði.
    Í upphafi þykir rétt að gera í stuttu máli grein fyrir megineinkennum vörumerkja, Evrópuvörumerkinu og helstu alþjóðlegu sáttmálum á sviði vörumerkjaréttar. Í 4. kafla er að finna meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar, þ.e. umfjöllun um vörumerki í þrívídd. Fjallað verður um hvernig farið er yfir umsóknir um skráningu þrívíðra vörumerkja fyrir skráningarskrifstofu innri markaðarins (hér eftir OHIM), en hún fer yfir umsóknir um skráningu Evrópuvörumerkja. Þá verður fjallað ítarlega um kröfuna um sérkenni og þær takmarkanir sem eru settar fram í e-lið 1. mgr. 3. gr. vörumerkjatilskipunarinnar. Þar á eftir verður fjallað um þau tilvik þar sem hætta er á því að villst verði á vörumerkjum í þrívídd og hvað felst í þeim rétti sem rétthafa vörumerkis er tryggður. Í framhaldi af því verða tengsl vörumerkja í þrívídd við svið einkaleyfaréttar og hönnunarverndar skoðuð og síðan verður í stuttu máli tekið til skoðunar hvaða áhrif ESB-réttur hefur haft á íslenskan rétt, en lög um vörumerki nr. 45/1997 byggja á vörumerkjatilskipuninni og hefur Ísland inleitt tilskipunina vegna skuldbindinga sinna samkvæmt EES-samningnum. Þar á eftir verður farið yfir réttarframkvæmd í tengslum við skráningu vörumerkja í þrívídd í öðrum ríkjum til samanburðar. Að lokum verða teknar saman niðurstöður og ályktanir dregnar af því hvort og af hvaða ástæðum erfiðara er í framkvæmd að fá vörumerki í þrívídd skráð heldur en þegar hefðbundin vörumerki eiga í hlut, og ef vörumerki er á annað borð skráð, hvort það njóti lakari verndar en almennt gerist um hefðbundin vörumerki.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14793


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsida.pdf141.88 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
HildurHelga-Meistararitgerd.pdf1.94 MBLokaður til...31.05.2050MeginmálPDF