is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14797

Titill: 
  • Heimildin til að mæta samkeppni: Lögmæt varnarviðbrögð markaðsráðandi fyrirtækja
  • Titill er á ensku The Meeting Competition Defence: Legitimate defensive reactions of dominant undertakings
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 er að finna reglu sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Slík misnotkun getur átt sér stað með margvíslegum hætti en einnig finnast undantekningar frá þessu almenna banni. Þær undantekningar hafa verið nefndar „hlutlægar réttlætingarástæður“. Áherslan hér verður lögð á eina þessara undantekningarreglna, þ.e. heimild markaðsráðandi fyrirtækja til að mæta samkeppni.
    Heimildinni er einkum beitt í málum sem varða háttsemi í formi verðlagningar sem gagnaðili markaðsráðandi fyrirtækis telur fela í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í aðstæðum þar sem lágri verðlagningu er beitt sem svari við lágu verði keppinautar sem jafnvel reynist undir kostnaðarverði, kunna markaðsráðandi fyrirtæki að verjast á þeim grundvelli að þau séu aðeins að mæta samkeppni. Réttur fyrirtækja til að bera fyrir sig þessa vörn er byggður á þeirri hugmyndafræði að getu fyrirtækja til að keppa á markaði skuli ekki stofnað í hættu af þeirri ástæðu einni að þau séu í markaðsráðandi stöðu. Einnig skal tekið fram að markaðsráðandi staða fyrirtækis getur haft þau áhrif að sambærileg aðgerð tveggja fyrirtækja á markaði getur verið talin ólögmæt af hálfu þess sem er markaðsráðandi en lögmæt af hálfu þess sem ekki nýtur slíkrar stöðu. Á hinn bóginn kann slík háttsemi af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis að teljast lögmæt ef hún felur aðeins í sér svar við sambærilegri háttsemi keppinautar.
    Útgangspunkturinn hér er því einkum hvaða aðgerðir markaðsráðandi fyrirtækja geta fallið undir fyrrnefnda heimild. Af heiti reglunnar má telja ljóst að um einhvers konar varnarviðbrögð er að ræða. Eftir standa þó ýmsar spurningar. Nauðsynlegt er t.d. að átta sig á því hversu langt má ganga í þessum aðgerðum. Athyglisvert er hér að skoða hvort því séu sett takmörk hversu mikil eða lítil varnarviðbrögðin megi vera, hvers eðlis þau skuli vera, að hverjum þau mega beinast, hver raunverulegur tilgangur slíkra aðgerða er og þar fram eftir götunum. Einnig er áhugavert að velta því upp hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi svo fyrirtækjum reynist rétt að bregðast við með háttsemi sem fellur undir framangreinda heimild. Þá má velta því upp hvort einhver greinarmunur sé gerður á því hversu burðugir þeir keppinautar eru sem markaðsráðandi fyrirtæki hyggjast grípa til aðgerða gegn á grundvelli heimildarinnar til að mæta samkeppni. Að sama skapi vaknar sú spurning hvort máli skipti hversu miklir yfirburðir hlutaðeigandi fyrirtækis á markaði eru. Þessum spurningum auk annarra er svarað í ritgerðinni.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14797


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final_e_prentun.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna