is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/148

Titill: 
  • Næring og hollusta í leikskólum : viðhorf leikskólakennara til næringar og hollustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar, er hér verður greint frá, var að kanna viðhorf leikskólakennara til næringar og hollustu og hvernig sú þekking nýtist í daglegu lífi og starfi. Spurningalistar sem lagðir voru fyrir tvö hundruð manna handahófskennt úrtak úr félagaskrá Félags leikskólakennara. Til að ná hámarkssvörun voru spurningalistarnir sendir út bæði á rafrænu formi og með pósti. Svörun var 60%.
    Í rannsókninni vildum við skoða á markvissan hátt hver viðhorf leikskólakennara væru til næringar og hollustu því við teljum að þau hafi áhrif á fæðuvenjur barna í leikskólum. Einnig vildum höfundar skoða hvort leikskólakennarar lifi heilbrigðu lífi hvað varðar matarvenjru og hreyfingu. Með því vildum við athuga hvort þeirra eigin lífsstíll fari saman við viðhorf þeirra um hvað sé best fyrir börnin í leikskólanum en tilgáta okkar var sú að það væri raunin.
    Helstu niðurstöður eru þær að leikskólakennarar eru meðvitaðir um gildi næringar og hollustu og að þeir telja sig vera fyrirmyndir barnanna í leikskólanum. Samkvæmt niðurstöðum lifir meirihluti leikskólakennara heilbrigðu lífi, þeir neyta yfirleitt hollrar fæðu og flestir hreyfa sig reglulega. Þeir telja sig þurfa að öðlast meiri þekkingu í næringarfræði en segjast jafnframt nýta þá þekkingu sem þeir hafa í starfi sínu.

Samþykkt: 
  • 29.5.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Naering_og_hollusta.pdf698.92 kBOpinnViðhorf leikskólakennara til næringar og hollustu-heildPDFSkoða/Opna