is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14802

Titill: 
  • Charles Taylor hf. Áhrif óformlegra tengslaneta á græðgi og gremju borgarastríða Líberíu og Síerra Leóne, 1989-2003
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Borgarastríð Líberíu og Síerra Leóne 1989-2003 eru betur skýrð sem kerfi en keppni; félagshagfræðileg upplausn fremur en stríð fylkinga með afmarkaðar víglínur og skilgreind markmið. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir þessu kerfi. Notast er við kenningar Mats Utas og William Reno um tengslanet svokallaðra Big Man, hið persónulega og óformlega valdakerfi Afríku. Markmiðið er að sýna fram á dýnamík óformlegra tengslaneta við stríðsástand, hvernig þau geta ræktað hvata gróteskrar grimmdar og gengdarlausar sjálftöku; birtingamynd borgarastríða Líberíu og Síerra Leóne, bæði tengd valdakerfi áhrifamesta Big Man síns tíma: Charles Chankay Taylors. Færð eru rök fyrir að alþjóðaviðskipti hafi verið forsenda tengslanets Taylors, í skjóli þeirra hafi stríðsreksturinn borið sig á auðlindaráni, svo bíræfnu að nær hafi verið að tala um þessi tvö smáríki Vestur-Afríku sem Charles Taylor hf.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14802


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Egill_Bjarnason_ritgerð.pdf697.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna