is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14803

Titill: 
  • Réttur barns til að þekkja uppruna sinn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslensk barnalöggjöf sem og norræn löggjöf er reist á því grundvallarsjónarmiði að það sé barni fyrir bestu að alast upp hjá foreldrum sínum. Tengsl milli foreldris og barns geta myndast við fæðingu þess inn í fjölskyldu, vegna stjúptengsla, ættleiðingu barns eða töku barns í fóstur. Í 1. mgr. 7. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013 segir að barn skuli skráð þegar eftir fæðingu og að það eigi frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Ákvæðið hefur verið túlkað á þá leið að það verndi rétt barns til að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Þá er jafnframt mælt fyrir um það í 8. gr. Barnasamningsins að aðildarríki skuldbindi sig til þess að virða rétt barns til að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling, þar með töldu fjölskyldutengslum eins og viðurkennt er með lögum, án ólögmætra afskipta. Réttur barns til að þekkja uppruna sinn hefur einnig verið talinn felast í 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 sem kveður á um réttinn til friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.
    Í þessari ritgerð er einblínt á lagalegan rétt barns til að vita hverjir líffræðilegir foreldrar þess eru og eftir atvikum að þekkja þá og mynda við þau tengsl. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort íslensk löggjöf tryggi réttarstöðu barns með fullnægjandi hætti, sérstaklega með hliðsjón af 7. gr. Barnasamningsins og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14803


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða.pdf106.03 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
Ritgerð.pdf878.3 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna