Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14805
Strandsvæði eru viðkvæm með tilliti til sjávarborðshækkunar og smávægilegar breytingar á sjávarstöðu geta haft víðtækar afleiðingar, sér í lagi þegar horft er til rofs vegna ágangs sjávar.
Viðey á Kollafirði á sér langa sögu og staðsetning hennar og jarðfræði gerir hana að ákjósanlegu rannsóknarsvæði þegar skoða á flókið ferli strandrofs. Ólíkt ströndini í kringum Reykjavík er strönd Viðeyjar að mestu ósnortin sem gerir hana áhugaverða í tilliti til rofs. Fjölbreytileiki jarðmyndana, mikið magn loftmynda, korta og rannsókna tengdum öldufari, sjávarbotni og raunbreytingum sjávarborðs styður vel athugun á veikleikamati strandar með tilliti til rofs og sjávarborðsbreytinga í Viðey.
Veikleikastuðull strandlínu er aðferð sem þróuð var í Bandaríkjunum til að meta hættu sem stafar að strandsvæðum samhliða hlýnun sjávar og hækkandi sjávarborði. Stuðlinum er beitt sem verkfæri til að meta líkur á framtíðar rofi strandar vegna ágangs sjávar. Stuðullinn samanstendur af 6 breytum sem gefin eru gildi frá 1 -5 eftir vægi. Breyturnar sem stuðullinn byggir á eru; landgerð (jarðfræði og landslag), halli/hæð lands, raunbreytingar strandar, sjávarföll, ölduhæð og raun sjávarborðshækkun. Uppbygging gagnagrunns í ArcGIS, sem inniheldur þær breytur sem áhrif hafa á rof, auðveldar útreikning á veikleika með því að nýta „rúmtengingu“ í ArcMAP þar sem hver breyta er lögð ofan á aðra og samanlagt gildi allra breyta er reiknað út, samkvæmt ákveðinni jöfnu.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að veikleikar strandar fylgja ekki endilega álagssvæðum af völdum öldu heldur spilar hæð og jarðfræði mun stærri þátt í rofi þegar horft er til ágangs sjávar. Greining á veikleikum stranda er nauðsynleg þegar ákvörðun um landnýtingu, skipulag og verndun er tekin.
Viðey Island is located in Kollafjörður and its location and geological formation make Viðey Island an ideal research area for a micro analysis of the interaction between sea and land. Data availability is also relatively high, for Iceland.
Coastal Vulnerability Index (CVI) is an assessment tool to improve understanding of how sea level rise affects coastal areas. The aim of the study is to use CVI to estimate the vulnerability of Viðey Island coastline when it comes to erosion. The index includes 6 variables which are ranked from 1-5. The variables that the index is based on are; geomorphology, slope/elevation, shoreline erosion/accretion rate, mean tide range, mean wave height and ecstatic sea level. A database was created in ArcGIS, including all the variables and calculated in ArcMAP by using the spatial join tool.
The results show that geomorphology and elevation has more influence on vulnerability when it comes to erosion than wave load. Research on coastal vulnerability is important for scientists, coastal managers and policymakers when planning land use in coastal areas. This study uses measured environmental factors to calculate current coastal vulnerability. By creating a database of all the relevant variables, researchers are enabled to predict future vulnerability by computing different scenarios of sea level changes. Such calculations of CVI can be very valuable for planning.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Veikleikastuðull strandlínu Viðeyjar.pdf | 9,86 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |