Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14809
Með ritgerð þessari er ætlunin að skoða hvort innganga Íslands í Evrópusambandið myndi veikja eða styrkja stöðu Íslands í málefnum norðurslóða. Til þess að svara þeirri spurningu eru þrjár kenningar í alþjóðsamskiptum valdar og greindar út frá efni ritgerðarinnar. Gerð er grein fyrir málefnum norðurslóða, s.s aukið aðgengi að auðlindum og opnun siglingaleiða og hvaða alþjóðlegu stofnanir starfa í tengslum við svæðið. Einnig er fjallað um stöðu smáríkja og þá kosti og galla sem þau hafa af skjóli stærri ríkja eða ríkjasambanda. Stefnur Íslands og Evrópusambandsins í málefnum norðurslóða eru bornar saman og skoðað sérstaklega hvort Ísland hefði ávinning af því að vera í skjóli Evrópusambandsins í norðurslóðamálum. Ísland hefur verið að auka alþjóðlegt samstarf sitt á undanförnum árum og hefur notið skjóls alþjóðlegra stofnana á borð við NATO og hefur haft hag af því. Helstu niðurstöður eru þær að norðurslóðastefnur Íslands og Evrópusambandsins eiga samleið að mestu leyti og að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi styrkja stöðu Íslands í málefnum norðurslóða og að Ísland stæði sterkara að vígi í skjóli Evrópusambandsins.
The object of this thesis is to explore whether Iceland ́s accession into the European Union would weaken or strengthen the country’s stance on issues concerning the arctic region. In order to come to a conclusion, three theories on international relations are chosen and analysed based on the material of the thesis. Several issues regarding the arctic are elucidated such as, access to natural resources, the opening of shipping routes and which international organizations operate in the area. The status of small states along with the pros and cons, which follow the shelter of larger states or unions, will likewise be a point. A comparison will be made between Icelandic and European Union policies in regards to the arctic and particular attention is paid to whether any gain is to be had in respect to the arctic region, should Iceland be sheltered by the EU. Iceland’s collaboration internationally has been on the rise in recent years and shelter provided by international organisations like NATO has been shown to be beneficial. The results will show that both Icelandic and EU arctic region policies are for the most part in tune and that Iceland ́s accession into the EU would strengthen the country’s stance on said matters and lastly that Iceland would stand reinforced if sheltered by the European Union.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðrún Lilja Magnúsdottir.pdf | 1,1 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |