is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14819

Titill: 
  • Rannsóknin eftir Philippe Claudel. Íslensk þýðing ásamt greinargerð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið skiptist í tvo hluta. Meginhluti þess er þýðing á skáldsögunni Rannsóknin eftir franska rithöfundinn Philippe Claudel. Þýðingin kom út hjá Bjarti bókaforlagi vorið 2011. Rannsóknin er ádeila á nútímaþjóðfélagið, stórfyrirtæki sem kúga starfsfólk sitt og vaxandi vægi eftirlitssamfélagsins eða „stóra bróðurs“ sem birtist m.a. í auknum heimildum yfirvalda til handa lögreglu í skjóli ótta við hryðjuverk og vísar beint til sjálfsmorðsöldu sem reis meðal millistjórnenda í fyrirtækinu France Télécom og vakti athygli fjölmiðla víðsvegar um heiminn árið 2009. Í bókinni eru einnig beinar vísanir í innflytjenda- og flóttamannavandann í Evrópu og „úrræði“ stjórnvalda sem einkennast oft af ofbeldisfullum aðgerðum og kynþáttamismunun.
    Á undan þýðingunni er greinargerð um hana sem skiptist í tvo kafla: Í fyrri kaflanum greini ég nokkur atriði sem ég glímdi við í þýðingarferlinu en þau eru lýsandi fyrir úlfakreppu þýðanda fagurbókmennta sem þarf að virða bæði málkerfi þess tungumáls sem hann þýðir á, með sín (niðurnjörvuðu) lögmál, og frelsi rithöfundarins sem bregður á leik með frummálið. Að lokum skoða ég verkið út frá viðtökufræðilegum forsendum og ber það saman við verk eftir íslenska höfunda sem takast á við svipuð viðfangsefni og Rannsóknin. Ég staldra einkum við bók Steins Braga, Konur.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristinJ_MA_Skemma.pdf4.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna