is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14828

Titill: 
 • Forsetakosningar: Hversu vel uppfyllir einfalt meirihlutakosningarkerfi til forseta lýðræðisleg viðmið?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi mun fjalla um kosningarkerfi til forseta.Viðfangsefni ritgerðarinnar er að svara hversu vel kosningar með einföldum meirihluta til forseta mæta lýðræðislegum forsendum.
  Til að geta lagt mat á hversu vel einfalt meirihlutakerfi til forseta mætir þeim viðmiðum verða þó nokkur atriði tekin til skoðunar. Kosningarkerfum, markmiðum þeirra og kröfum almennt verða kynnt og einnig þau helstu kosningarkerfi sem eiga við í forsetakosningum, þeirra kostum og ókostum einnig gerð skil. Tegundir forsetakerfa verða einnig gerð skil, uppruna þeirra og skilgreiningum einnig.
  Lagðar verða fram lýðræðisviðmið fjögurra fræðimanna og þeimlýðræðisviðmiðum sem þeir telji ákjósanlegri en önnur í ljósi viðkomandi stjórnskipana hvers fræðimanns. Umræða fræðimannanna og þeim helstu lýðræðislegu viðmiðum er þeir færa fyrir stjórnskipun forsetaræðis og hálf-forsetaræðis annars vegar verða rædd og umræða tveggja fræðimanna á mögulegum lýðræðislegu ókostum við þau stjórnkerfi. Því næst verða dregin saman þau helstu lýðræðisviðmið samkvæmt þeim, þau betur útfærð og skilgreind. Því næst mun ritgerðin færa sig um set og skoða hversu vel þeim lýðræðisviðmiðum hefur verið mætt, tekin er til skoðunar rannsókn fræðimanns og henni gerð ítarleg skil.
  Komist er að þeirri ályktun að einfalt meirihlutakosningarkerfi til forseta mætir lýðræðis-legum viðmiðum ekki nægjanlega vel sem dregin eru saman af umræðu fræðimanna um ákjósanleg lýðræðisviðmið og er slíkt kosningarkerfi sísti kostur af þeim sem nefndir eru í ritgerðinni.

Samþykkt: 
 • 6.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba ritgerð Ingveldur.pdf482.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna