Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14830
Deilur um stjórn fiskveiða hafa verið í brennidepli stjórnmálaumræðu síðan kvótakerfinu var komið á árið 1984. Ekki sér fyrir endan á þessu mikla deilumáli þrátt fyrir endurtekin loforð stjórnmálaflokka um að eyða óvissu varðandi framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins. Tilgangur þessarar ritgerðar er að komast nær orsökum þeirra deilna sem orðið hafa vegna kvótakerfisins, hvers vegna þverpólitísk sátt hefur ekki náðst um kerfið og hvaða öfl hafa áhrif á það hvort kerfið taki breytingum eða standi í stað. Í hnotskurn verður leitað svara við því hvar valdið til þess að breyta stjórn fiskveiða liggur í raun. Til greiningar á sambandi hagsmunaaðila við hið opinbera voru störf fjögurra sáttanefnda á vegum þess skoðuð. Hlutverk nefndanna var að endurskoða lögin um fiskveiðistjórnunarkerfið í þeim tilgangi að ná breiðri þverpólitískri sátt um helstu auðlind landsins, fiskinn í sjónum. Með hliðsjón af lýðræðiskenningum stjórnmálafræðinnar kom í ljós að hagsmunahópar sjávarútvegsins hafa haft umtalsverð áhrif á opinbera stefnumótun í tengslum við fiskveiðistjórnunarkerfið í gegnum tíðina, en helst mátti greina samráð milli hagsmunaafla og hins opinbera á lægri stigum stjórnkerfisins. Áhrifin fara eftir pólitísku landslagi og eru mismikil hverju sinni. Þessi niðurstaða er í takt við kenningar um meso-korporatisma og lýsir vel hvers konar ítök hagsmunaaðilar hafa á stefnumótun sjávarútvegsmála.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Björg Torfadóttir.pdf | 580.47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |