is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14833

Titill: 
  • Skjalamál og þekkingarstjórnun við samruna ráðuneyta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni verður greint frá eigindlegri tilviksrannsókn. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif samruna ráðuneyta á skjalamál og þekkingarstjórnun viðkomandi ráðuneyta og jafnframt hvernig þekkingarstjórnun var háttað í samrunaferlinu. Til að auka réttmæti rannsóknarinnar var stuðst við þríprófun. Tekin voru hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við átta starfsmenn þriggja ráðuneyta, þátttökuathuganir voru framkvæmdar á skjalasöfnum ráðuneytanna og fyrirliggjandi upplýsinga um samrunana aflað. Helstu áhrif samruna á skjalamál og þekkingarstjórnun ráðuneytanna voru aukin áhersla á gæða- og mannauðsstjórnun. Við samrunana gafst tækifæri til endurskoðunar á verklagsreglum ráðuneytanna. Helstu áskoranir voru ólík vinnumenningu og verklag innan ráðuneytanna sem sameinuðust. Þau úrræði sem mest voru nýtt til þekkingarstjórnunar voru gæðastjórnun og hugmyndafræðin um besta verklagið, ásamt hópvinnu við gerð nýrra verklagsreglna. Bæði skráningarnálgun og persónuleg nálgun voru nýtt í hópvinnu. Hópvinnunni var lýst sem þekkingarferli í fjórum stigum.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_6mai_ Loka_skemma (2).pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna