is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14847

Titill: 
 • Umræðuvettvangur íslenskra dagblaða með hliðsjón af greiningarramma Colin Sparks
 • Titill er á ensku Icelandic newspapers in light of Sparks’ model of different types of press
Útgáfa: 
 • Desember 2012
Útdráttur: 
 • Almennt er viðurkennt að fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum sé grundvallaratriði í lýðræðislegri umræðu. Sífellt háværari hafa þær raddir þó orðið á umliðnum árum sem lýst hafa yfir áhyggjum af því að umræðan í fjölmiðlum hafi verið gengisfelld og meira sé orðið um skemmtun og afþreyingu en þau atriði sem máli skipti fyrir lýðræðið. Þessi þróun hefur verið kölluð „tabloidization“ eða götublaðavæðing. Meðal fræðimanna hefur Colin Sparks (2000) einkum mótað umræðuna með greiningarramma sínum um stöðu blaða á opinberum umræðuvettvangi. Fáar tilraunir hafa verið gerðar til að kortleggja íslensk dagblöð samkvæmt þessum greiningarramma og það sem gert hefur verið er orðið margra ára gamalt. Hér er sagt frá innihaldsgreiningu á íslensku dagblöðunum (DV talið sem dagblað) á árunum 2008–2010 þar sem miðað er við greiningarramma Sparks. Að hluta til eru fyrri hugmyndir staðfestar, en þó koma fram mikilvægar upplýsingar sem benda til að blöðin séu mjög einsleit og að verða líkari hvert öðru hvað efni varðar.
  Efnisorð: Fjölmiðlar, lýðræði, dagblöð, síðdegisblaðavæðing

 • Útdráttur er á ensku

  It is generally recognized that diversity and plurality of the media are essential for democracy. In the last decade or so concerns have been raised about the content of the new media suggesting that it is becoming more oriented towards entertainment than democratic discussion. This development has been labelled tabloidization and in scholarly discussion the model of Colin Sparks (2000) has in many ways set the reference point. Not many attempts have been made to put the Icelandic press into this model and the little that has been done is several years old. In this paper a content analysis of the Icelandic newspapers for the years 2008–2010 in view of Sparks´ model is reported. To some extent earlier suggestions and findings about the internal positions of Icelandic newspapers relative to each other are confirmed. However the findings show a high level of similarity between the newspapers and suggest that a process of homogenization is occurring in the Icelandic press.
  Keywords: Media, democracy, newspapers, tabloidization

Birtist í: 
 • Stjórnmál og Stjórnsýsla, 2012, 8 (2), bls. 323-342
ISSN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
 • http://www.stjornmalogstjornsysla.is
Samþykkt: 
 • 6.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14847


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2012.8.2.7.pdf725.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna