is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14848

Titill: 
 • Þekkingarmiðlun í stjórnsýslu sveitarfélaga
 • Titill er á ensku Knowledge management in administratitve units of municipals
Útgáfa: 
 • Desember 2012
Útdráttur: 
 • Markmið greinarinnar er að öðlast yfirsýn yfir þekkingarstjórnun í stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga, með sérstakri áherslu á þekkingarmiðlun. Rafræn könnun var lögð fyrir starfsmenn stjórnsýslu sveitarfélaga sem hafa fleiri en 1500 íbúa, að Reykjavík, Mosfellsbæ og Hafnarfirði undanskildum. Alls svöruðu 385 einstaklingar og svarhlutfall því 63,3%. Einnig voru tekin fimm viðtöl við lykilstarfsmenn hjá sveitarfélögum. Helstu niðurstöður eru þær að hjá stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga er ekki skýr stefnumótun sem styður við þekkingarmiðlun þó svo að margar aðferðir þekkingar stjórnunar séu til staðar í einhverjum mæli. Stærri sveitarfélög hafa tekið fleiri þætti þekkingarstjórnunar í notkun en minni sveitarfélög. Vinnustaða menning styð ur á vissan hátt við þekkingarmiðlun en stefnumiðaða innleiðingu vantar. Jákvæð fylgni er á milli hvatningar stjórnenda til að miðla þekkingu og þeirrar þekking armiðlunar sem á sér stað sem og á milli vinnustaðamenningar og þekkingarmiðlunar. Að lokum telja svarendur að sveitar félögin gætu veitt betri þjónustu ef þekkingarmiðlun væri meiri og markvissari.
  Efnisorð: Sveitarfélög, þekkingarstjórnun, miðlun þekkingar, vinnustaðamenning

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this paper is to analyse knowledge management (KM) among the administrative units of Icelandic municipalities, with að special emphasis on knowledge sharing. An online survey was sent to nearly all the personnel of all the Icelandic municipalities’ administration. In total 385 individuals responded to the survey, a response rate of 63.3%. Also, five key employees within the administration of the municipalities were interviewed. The main conclusion indicates that there is no explicit strategy within the administration of Icelandic municipalities that supports knowledge sharing even though many methods of knowledge management are used to a certain degree. Organizational culture supports knowledge sharing in certain ways but without strategic intention. The larger municipalities have implemented more aspects of KM than the smaller ones. Positive correlation was found between incentives of managers to disseminate knowledge and knowledge sharing and between organizational culture and knowledge sharing. The respondents believe that the municipalities could provide better services if knowledge sharing were more systematic.
  Keywords: Municipalities, knowledge management, knowledge sharing,
  administration

Birtist í: 
 • Stjórnmál og Stjórnsýsla, 2012, 8 (2), bls. 343-366
ISSN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Samþykkt: 
 • 6.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2012.8.2.8.pdf5.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna