en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/14852

Title: 
  • Title is in Icelandic Réttur til áfrýjunar refsidóma í ljósi 2. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um rétt manna til áfrýjunar refsidóms samkvæmt þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands, einkum og aðallega með hliðsjón af 2. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE.) Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka hvernig íslenska ríkið uppfyllir skyldur sínar í ljósi 2. gr. 7. viðauka MSE. Felst rannsóknin fyrst og fremst í greiningu á fyrirliggjandi úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) og Mannréttindanefndar Evrópu (MNE). Haft var að leiðarljósi að finna viðmið sem svo mætti bera saman við íslenskan rétt.
    Ritgerðina mætti því líta á sem tvo sjálfstæða hluta að því er efnistök varðar. Í fyrri hlutanum er þannig einkum fjallað um ákvæði 2. gr. 7. viðauka MSE um rétt manna til áfrýjunar refsidóma. Í þeim síðari er fjallað um hvernig búið er um réttarverndina í íslenskum rétti. Leitast er við að greina þá aðferðafræði sem beitt er við mat á því hvort réttarverndin sé til staðar af hálfu MDE. Fjallað er um þær kröfur sem gerðar eru til aðildarríkja um úrræði til endurskoðunar refsidóma og loks hverjar heimilar takmarkanir eru. Fjallað er um íslenska löggjöf í ljósi þessa. Fyrst verður vikið að lagaheimildum sem um áfrýjun gilda. Því næst verður fjallað um málsmeðferð þegar dómum er áfrýjað. Að því loknu er fjallað um þá endurskoðun æðri dóms sem úrræðið felur í sér. Samhliða þessari umfjöllun eru rakin sjónarmið úr fyrri hluta ritgerðarinnar í þeim tilgangi að greina mögulega takmarkandi þætti hér á landi er varða áfrýjun refsidóma, með hliðsjón af þjóðréttarlegum skuldbindingum íslenska ríkisins.

Accepted: 
  • May 6, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14852


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Forsíða GÞS.pdf167.56 kBOpenKápaPDFView/Open
Meistararitgerð GÞS Skemman.pdf786.96 kBOpenComplete TextPDFView/Open