is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14854

Titill: 
  • Réttarstaða barna á flótta samkvæmt alþjóðasamningum og íslenskum rétti
  • Titill er á ensku The legal status of asylum-seeking minors according to international agreements and Icelandic law
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er tvíþætt. Annars vegar er réttarstaða barna í hópi flóttamanna skoðuð með hliðsjón af alþjóðlegum mannréttindareglum og flóttamannarétti og hins vegar réttarstaða þessara barna og framkvæmd hér á landi. Í ritgerðinni er sjónum sérstaklega beint að fylgdarlausum börnum. Vikið er að tengslum flóttamannaréttar og alþjóðlegs mannúðarréttar og umfjöllun hvors réttarsviðs fyrir sig hvað varðar börn. Meginreglur flóttamannaréttar gilda um börn en sérreglu er að finna í 22. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálans). Í ritgerðinni er fjallað um ákvæðið, markmið þess og inntak, önnur ákvæði Barnasáttmálans sem máli skipta og bókanirnar þrjár við Barnasáttmálann. Þegar ákvarðanir er teknar um fylgdarlaust barn þarf að taka tillit til bestu hagsmuna barnsins og þess sem styður þroska þess með hliðsjón af aðstæðum barns og stöðu mála í heimalandi þess. Litið er til leiðbeiningarreglna og handbóka Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og túlkunar við greiningu á réttindum barna á flótta. Þá er dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu reifuð auk álita alþjóðlegra eftirlitstofnana á sviði mannréttinda. Í ritgerðinni er leitast við að skoða hvort reglur og framkvæmd hér á landi eru í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda á sviði flóttamannaréttar og mannréttinda. Ákvarðanir Útlendingastofnunar sem skipta máli eru reifaðar og skoðuð sjónarmið sem Útlendingastofnun leggur til grundvallar ákvörðunum sínum. Fjallað er sérstaklega um mál fylgdarlausra barna og réttarstöðu barna sem fórnarlamba mansals. Lagareglur og framkvæmd í þessum málaflokki í Noregi eru kynntar stuttlega og loks lagðar fram tillögur að úrbótum á framkvæmd hér á landi.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14854


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Vigdís Guðmundsdótt%09ir.pdf760.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna