is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14857

Titill: 
  • Jón Oddur og Jón Bjarni – íslenskir tvíburar. Þýðing á pólsku á hluta af Jóni Oddi og Jóni Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er tekist á við það að þýða af íslensku á pólsku hluta skáldsögunnar Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur. Ritgerðinni er skipt í tvo meginkafla. Í fyrri hlutanum er rætt um þýðingarfræði og helstu vandamálin við að þýða mál sem ekki er móðurmál manns. Þessi umræða er fræðileg. Seinni hlutinn er svo þýðingin sjálf.
    Fyrri hluti ritgerðarinnar er í fjórum köflum. Fyrst er inngangur þar sem höfundur og verkið eru kynnt. Í öðrum kafla er fjallað um helstu hugtök þýðingarinnar, þýðingarferli, þýðingaraðferðir og greiningu textans. Einnig er talað um þýðingarfræðinga og kenningar þeirra. Í þriðja kafla er gerð grein fyrir ýmsum vandamálum sem komu upp við þýðinguna. Í fjórða kafla eru lokaorð þar sem allt efnið er tekið saman. Seinni hlutinn er þýðingin af níu köflum úr bókinni.
    Hvers vegna þýddi ég bókina um Jón Odd og Jón Bjarna? Svarið við því er einfalt. Hún er mjög skemmtileg og spennandi. Þegar ég las hana fyrsta skipti þá hló ég upphátt. Þetta fannst mér áhugavert efni til BA- ritgerðar. Markmið þessarar ritgerðar er að sýna í hverju munurinn á milli þessa tveggja tungumála, íslensku og pólsku, liggur. Til að styðja það sýndi ég mörg dæmi og útskýrði hvernig þýðingin hljómar. Ég reyndi að þýða efni frumtextans á réttan hátt og breyta ekki boðskap bókarinnar. Bæði þýðingin og greining textans eru mjög athyglisverð fyrir alla þá sem hafa áhuga á tungumálum. Verkefnið hjálpaði mér við að auka þekkingu mína á báðum tungumálunum

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Malgorzata Lojewska BA ritgerð.pdf440.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna