Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/14858
Þessi greinargerð er hluti af lokaverkefni mínu í hagnýtri menningarmiðlun. Gerðar voru fjórar stuttar heimildamyndir, þar sem fjallað var um einn listamann í hverri mynd. Þeir listamenn sem tóku þátt í verkefninu voru Birgir Hilmarsson tónskáld og tónlistarmaður, Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuður, Inga R. Bachmann skartgripahönnuður og Linda Dögg Ólafsdóttir myndskreytir og myndlistarkona. Í greinagerðinni er gert grein fyrir vinnuferlinu og hugmyndavinnu auk þess sem heimildamyndin er sett í samhengi við fræðilega umfjöllun og álitamál varðandi listrænt frelsi og siðferðismál eru tekin til skoðunar. Einnig eru færð rök fyrir vali á miðlunarleið og aðrir miðlunarmöguleikar ræddir.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Greinargerð í hagnýtri menningarmiðlun.pdf | 430,01 kB | Open | Greinargerð | View/Open |
Note: Höfundur lokaði aðganginum til 1.5.2015. Aðgangur opnaður af umsjónarmanni Skemmu skv. fyrirmælum frá Sagnfræði- og heimspekideild.