is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14869

Titill: 
  • Ritgerð um tilvist Guðs: Rannsókn á rökum Davids Hume og Immanuels Kant gegn hefðbundunum guðssönnunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er rannsókn á heimspekilegum rökum fyrir tilvist Guðs. Þessi rök eru skipulagsrökin (e. teleological argument), heimsfræðilegu rökin (e. cosmological argument) og verufræðilegu rökin (e. ontological argument). Þessi rök eru hefðbundnar guðssannanir sem eiga að sýna fram á tilvist Guðs. Þeir David Hume (1711-1776) og Immanuel Kant (1724-1804) gagnrýndu þessar sannanir og töldu báðir að þær sönnuðu ekki tilvist Guðs og væru þar af leiðandi ekki gild rök. Meginmarkmið mitt með þessari ritgerð er að rannsaka það hvort þeir Hume og Kant setja fram góð rök gegn þessum þremur hefðbundnu guðssönnunum. En með því að hafna þessum sönnunum eru þeir að segja að ekki sé hægt að sanna tilvist Guðs með þeim. Ritgerðin skiptist í fimm meginhluta. Fyrsti hlutinn er ákveðinn inngangshluti að ritgerðinni þar sem fjallað er um þá David Hume, Immanuel Kant og René Descartes (1596-1650) sem gegna mikilvægu hlutverki í ritgerðinni. Annar hluti fjallar um þau rök sem koma fram í Samræður um trúarbrögðin eftir Hume og markmiðið að greina þau rök. Þriðji hluti ritgerðarinnar byggist að mestu á umræðu þeirra Humes og Kants um hinar þrennu hefðbundnu guðssannanir. Einnig verður komið inn á afbrigði Descartes á verufræðilegu rökunum. En í fjórða hlutanum kemur fram gagnrýni mín á umræðu Kants og Humes um hinar þrjár hefðbundnu guðssannanir. Í fimmta hlutanum eru settar fram helstu niðurstöður. Eftir mikla vinnu að þessari rannsókn á rökunum fyrir tilvist Guðs kemst ég að þeirri niðurstöðu að rökin eru ansi sterk rök sem standast alla gagnrýni. Niðurstaða mín í þessari ritgerð er því sú að Hume og Kant setji ekki fram nægilega góð rök til þess að hrekja þessar þrjár hefðbundnu guðssannanir. Rökin fyrir tilvist Guðs eru sterkari en rök þeirra Humes og Kants.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÁGÚST-Lokaritgerð.pdf525,49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna