Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14877
Í þessari ritgerð er hinn sérstaki stíll sænska kvikmyndaleikstjórans Roy Andersson, sem hann kallar ,,flóknu myndina“, skoðaður. Flókna myndin er á yfirborðinu einföld aðferð. Það felur í sér að með því að taka upp atriði í víðmynd með mikilli dýptarskerpu og í langri töku er sköpuð togstreita í rammanum og vakin upp hugsanaferli hjá áhorfandanum. Þessi kenning er í andstöðu við þá áhrifaríku hugmynd að klippingin skapi merkinguna.
Greindir verða þeir þættir sem einkenna flóknu myndina og í þeim tilgangi verður litið til ákveðinna formrænna og hugmyndafræðilegra þátta, eins og löngu tökunnar, áhorf persóna í tökuvélina, rými í kvikmyndum og einnig til leikstíls. Kenningum ýmissa fræðimanna er beitt til að styðja við greininguna en einnig er mikið stuðst við kenningar Andersson sjálfs og sýn hans á þennan sérstaka stíl, sem og heimspeki hans sem smitast að miklu leyti inn í verkin. Í lok ritgerðarinnar verða tvö verk eftir hann skoðuð nánar, stuttmyndin Härlig är jorden og kvikmyndin Sånger från andra våningen, og þannig varpað ljósi á hvernig flókna myndin hjálpar kvikmyndahöfundinum að miðla merkingu til áhorfenda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Flókna myndin-BA.pdf | 2,98 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |