Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1488
Viðfangsefni ritgerðarinnar er foreldrasamstarf. Gott foreldrasamstarf er einn af hornsteinum skólastarfsins og mikilvægi þess viðurkennt. Áherslan var einkum á að skoða íslenskar rannsóknir um samstarf heimila og skóla og í flestum tilvikum var um meistaraprófsritgerðir að ræða. Þar kom fram að samstarf foreldra og starfsfólks skóla þarf að fara fram í sátt og byggjast á gagnkvæmri virðingu og trausti. Hagsmunir barnsins þurfa ætíð að vera hafðir að leiðarljósi. Niðurstöður rannsóknanna sýna skýran vilja foreldra til samstarfsins. Einnig kom fram að foreldrar hafa þörf fyrir stuðning í uppeldishlutverki sínu. Skólanum ber að koma á og leiða samstarfið í takt við nýja tíma. Samfélagið og ekki síst atvinnurekendur þurfa að axla ábyrgð og virða uppeldisstarf fjölskyldunnar. Af niðurstöðum að dæma þarf að stórefla og bæta samstarf foreldra og skóla því þannig má styðja best við uppvaxandi kynslóð.
Lykilorð: Foreldrasamstarf, heimili og skóli.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerdendanleg.pdf | 310.47 kB | Lokaður | Meginmál | ||
Microsoft Word - Heimildir.pdf | 97.6 kB | Opinn | Heimildir | Skoða/Opna |