Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14888
Vinsældir Kenýa sem ferðaáfangastaður vestrænna ferðamanna hefur gert það að verkum að kynlífsiðnaðurinn í landinu hefur þróast og stækkað. Kynlífsferðamennska í Kenýa er vaxandi vandamál. Vestrænar konur koma í auknum mæli til Kenýa til þess að eiga í kynferðislegum samböndum við unga kenýska menn og á meðan halda þær þeim uppi, meðal annars með peningagjöfum. Kynlífsferðamennska kvenna er flókið fyrirbæri og hafa fræðimenn átt í erfiðleikum með hvað hana eigi að kalla, kynlífsferðamennsku eða rómantíska ferðamennsku. Þegar hugtakið rómantísk ferðamennska er notað yfir konur í kynlífsferðamennsku verður athæfið viðurkenndara, karlmenn eru tengdir við vændi á meðan konur eru tengdar við félagsskap.
Markmið mitt með þessari rannsókn er að sýna hverskonar ferðamennska kynlífsferðamennska vestrænna kvenna er og hvernig hún samanstendur af mörgum þáttum sem spila saman. Í rannsókninni skoða ég hvers vegna konur eru tengdar við rómantíska ferðamennsku á meðan karlar eru tengdir við vændi og veiti innsýn inn í líf kvenkyns kynlífsferðamanna sem upplifa sig ekki sem kynlífsferðamenn.
Rannsóknin byggir á vettvangsathugun sem var framkvæmd í Mombasa Kenýa á fimm vikna tímabili frá nóvember til desember árið 2012. Viðtöl voru tekin við fimm konur sem stunda kynlífsferðamennsku í Kenýa og aðra sem tengjast ferðaiðnaðinum í landinu.
Sex Tourism in Kenya is a growing problem, Kenya’s popularity as a tourist destination for Western tourists has lead to the evolution and expansion of the sex industry in the country. Western women are increasingly coming to Kenya to engage in sexual relationships with young Kenyan men, they have relationships that revolve money exchange in the form of gifts and eventually money transfers. Female sex tourism is a complex phenomenon and scholars have been struggling with what it should be called, sex tourism or romantic tourism. When the concept of romantic tourism is used over women in sex tourism it is more accepted, while men in sex tourism are associated with prostitution, women are associated with companionship.
The purpose of my research is to show what kind of tourism female sex tourism is and how it is composed of many factors that play together. In this study, I look into why women are related to romantic tourism while men are associated with prostitution and provide insight into the lives of female sex tourists who do not see them selves as sex tourists.
The research is based on a participant observation in Mombasa, Kenya. It was conducted in a five weeks time from November to December in 2012. Interviews were conducted with five women who participate in sex tourism in Kenya and others who are involved in the tourism industry in the country.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ásrún Bjarnadóttir.pdf | 2,62 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |