Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14889
Ritgerðin fjallar annars vegar um það hvernig mannréttindi og uppbyggingu grunnskóla birtist í orðræðu um sérskóla og skóla án aðgreiningar og hins vegar um þá gjá sem myndast í þjónustu milli skóla, frístundar og fatlaðs barns. Hún beinir athygli að því hvernig læknisfræðilegur og félagslegur skilningur fléttast í orðræðuna og mynda löggildingarlögmál. Ritgerðin beinir einnig sjónum að því hvernig gjá myndast í þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra sem býr til aðgreiningu í lífi þeirra. Niðurstöður byggjast á eigindlegri rannsókn sem var unnin á árunum 2011–2013. Hún beinist að orðræðu er átti sér stað í netmiðlum í janúar–maí 2011 og viðtölum við tíu foreldra barna með þroskahömlun á aldrinum 35–50 ára. Orðræðan gefur til kynna að umræðan er ólík eftir því hvort ritarar styðja sérskóla eða skóla án aðgreiningar. Þeir sem sem styðja skóla án aðgreiningar rita með orðfæri lagatexta alþjóðlegra mannréttindasamninga svo og innlendra laga og reglugerða en stuðningsaðilar sérskóla líta svo á að það séu mannréttindi fatlaðra barna að stunda sérskóla og vera með sínum jafningjum. Bæði þeir sem styðja sérskóla og skóla án aðgreiningar telja upp kennslufræðileg rök sem ástæður þess að barn eigi að stunda þann skóla sem þau tala fyrir. Í viðtölunum kom fram að samvinna starfsfólks skóla sem og heimilis og skóla er ein af aðalástæðum þess að barn geti stundað sinn hverfisskóla. Einnig má segja að takmarkað félagslegt aðhald eða þjónusta eftir að skóladegi lýkur í almennum grunnskóla verði til þess að fötluð börn þurfa að leita í frístund fyrir fötluð börn sem er jafnvel ekki í þeirra eigin hverfi.
This MA thesis is concerned with how human rights and how school´s infrastructure is represented in media discourse about special and inclusive schools. This thesis also examines how there appears to be a gap in service provision between school, after-school activities and a disabled child. It directs attention to how medical and social understanding weaves into the discourse and forms legitimating principle. The paper also highlights how the gap formed in service provision for disabled children and their families fosters separation in their lives. The results are based on a qualitative study that was carried out during the years 2011–2013. It focuses on an analysis of the discourse that took place in online media in Iceland during January–May 2011 and qualitative interviews with ten parents of children with intellectual disabilities aged between 35–50 years. The discourse suggests that the debate is different depending on whether people support special or inclusive school settings. Those who support inclusive schools write with terminology inspired by international human rights treaty and Icelandic domestic laws and regulations. Those who support special education settings interpret it as being the human rights of disabled children to pursue special schools and be with their disabled peers. Those who support either special or inclusive school settings both use pedagogical arguments as reasons for a child to pursue education at the school setting which they are promoting. The qualitative interviews revealed that collaboration between school and staff as well as home and school is one of the main reasons for a child to engage in their local school. Also, the reduction of after-school activities options in mainstream mainstream schools results in children with disabilities going to segregated settings.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kristjana Jokumsen-nytt eintak.pdf | 615,27 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |