is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14895

Titill: 
  • „Við ættum að mega vera reiðar." Gagnvirk þátttökuathugun á reiði stelpna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Reiði er tilfinning sem hingað til hefur verið álitin neikvæð. Rannsóknir hafa sýnt að stelpur skammist sín fyrir reiði sína. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort stelpur upplifi sig fá rými til að tjá reiði og hvort þær sjái sér hag í því að nýta reiðina sér til góða. Rannsóknin byggir á kenningalegri nálgun stelpufræða auk mannfræði, sálfræði og femínískra félagsvísinda. Hún var unnin í anda aktívískrar aðferðafræði sem kallast gagnvirk þátttökuathugun og leggur mikið upp úr samstarfsaðferðum með áherslu á fjölbreytt tjáningarform. Þátttakendur, átta stelpur á aldrinum 14-16 ára, stunduðu sjálfsstyrkingar-námskeið um reiði og í kjölfar þess voru tekin viðtöl sem ritgerðin byggir á. Niðurstöður gefa til kynna að viðhorf stelpna til reiði sé neikvætt auk þess sem þekking þeirra á tilfinningunni og hvernig best sé að bregðast við henni er takmörkuð. Stelpurnar leitast við að bæla reiðina niðri og dreifa huganum af ótta við að missa stjórn á sér og verða sér til skammar. Á sama tíma vilja stelpurnar gjarnan fá aukið svigrúm og hæfni til tjáningar á reiði og að nýta sér hana til framdráttar. Innan mannfræðinnar er þörf á frekari rannsóknum á tilfinningalífi stelpna, ekki síst til að efla stelpur og viðhorf þeirra til stelpulegheita sinna.
    Lykilorð: Stelpur; reiði; gagnvirk þátttökuathugun; samskipti; einelti; samþykki; árásargirni

  • Útdráttur er á ensku

    Anger is considered to be negative emotion. Research has shown the girls are ashamed of their anger. The aim of this study is to investigate whether girls feel they have space to express anger and if they see advantages in utilizing anger in any way. The study is based on the theoretical approach of girlhood studies as well as anthropology, psychology and feminist social sciences. It was based on the spirit of an activist methodology called participatory action research, a collaborative approach focusing on varied forms of expression. Participants, eight girls aged 14-16 years, participated in a course about anger and subsequent interviews on which the thesis is based. Results indicate that the girl’s attitudes toward anger are negative, and the knowledge of the feeling and the best ways to deal with it is limited. The girls seek to suppress their anger and divert their thoughts for fear of losing control and be a disgrace. Meanwhile, the girls want to increase their leeway and ability of expression and usage of anger to their advance. Further research on girl’s emotions is surely needed in anthropology, not the least to empower girls and improve their attitude towards their own girlhood.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Esther Ösp Valdimarsdóttir-ritgerð.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna