is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14901

Titill: 
  • Tveir fyrir einn. Fyrirbæraleg skoðun á tveimur kvikmyndum David Cronenberg, Eastern Promises og A History of Violence
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um tvær kvikmyndir í leikstjórn David Cronenberg, A History of Violence og Eastern Promises, og þær skoðaðar í ljósi heimspekinnar og hugleitt hvaða heimspekilegan lærdóm má draga af þeim. Það sem fjallað verður um er þrenns konar sjálf: sjálf höfuðpersóna, sjálf kvikmyndar og sjálf höfundar. Spurt er hvort skilningur á sjálfinu sé háður skilningi á tóminu. Einnig verður fjallað um siðferði höfuðpersóna myndanna. Umfjöllunin er reist á heideggerískum skilningi á fyrirbærafræði ásamt verufræði til glöggvunar. Meginþema ritgerðarinnar er verufræðileg staða mannsins í þeim kvikmyndaheimum sem eru kynntir í myndunum tveimur en einnig er spurt um sjálfið. Hvar er sjálfið? Er það í tóminu eða er það í skilningnum? Þessu verður reynt að svara með tilvistarlegum, verufræðilegum og sálfræðilegum nálgunum. Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru tvær: í fyrsta lagi að sjálfið sé ekki í tóminu heldur skilningnum vegna stöðu þess í huga mannsins og í öðru lagi að í myndum Cronenberg birtist undirliggjandi félagslegur Darwinismi.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_Karl_Holm.pdf506 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
forsa_ritgerar_Karl_Holm.pdf29.7 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
titilsa_ritgerar-Karl-HolmA.pdf7.73 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna