is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14915

Titill: 
  • „...ég er komin með metnað og raunhæf markmið.“ Hópráðgjöf fyrir nemendur í Menntastoðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort hópráðgjöf fyrir nemendur í Menntastoðum, hafi áhrif á líðan þeirra og sjálfstraust með inngripum sem byggja á WATCH stuðningskerfi. WATCH (e. What alternitves? – thinking – coping – hoping) stuðningskerfið var þróað hér á landi með það markmið að styðja nemendur í brotthvarfshættu. Hópráðgjöf getur hjálpað nemendum að breyta hegðun og hugsun, auka sjálfstraust og trú á eigin getu. Nemendur í Menntastoðum eru flestir að hefja nám að nýju. Markmið með hópráðgjöf er að styrkja þá til frekara náms, svo þeir gefist ekki upp að loknu námi í Menntastoðum. Notast var við aðferðir tilfellarannsókna og lagt var fyrir nemendur nýtt mælitæki í náms- og starfsráðgjöf, Könnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli (KANS) fyrir og eftir hópráðgjöfina. Þátttakendur voru fimm og hittust einu sinni í viku, klukkustund í senn.
    Niðurstöður benda til þess að hópráðgjöfin hjálpaði þátttakendum og líkaði öllum hópráðgjöfin. Niðurstöður KANS sýna að hugsun um framtíðina sé ofarlega í huga nemenda Menntastoða. Vonast er til að niðurstöðurnar geti nýst sem hugmynd fyrir símenntunarmiðstöðvar með því að veita nemendum hópráðgjöf.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ester_MAritgerd.pdf2,02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna