is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14919

Titill: 
  • „Ég get gefið þeim miklu meira ef ég er menntuð.“ Náms- og starfsferill kvenna sem eignast sitt fyrsta barn þegar þær eru á aldrinum 16-19 ára
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megin markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða áhrif það hefur á náms- og starfsferil kvenna að eignast barn áður en að þær ná 20 ára aldri. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferð. Tekin voru hálf stöðluð einstaklingsviðtöl við 7 konur á aldrinum 24-36 ára sem allar eiga það sameiginlegt að hafa eignast sitt fyrsta barn þegar þær voru á aldrinum 16-19 ára. Helstu niðurstöður sýna að konurnar leggja mikið upp úr menntun, hún sé lykillinn að velgengni í lífinu og með henni sé auðveldara að fá góð störf. Til þess að getað stundað nám er stuðningur ungum mæðrum nauðsynlegur, bæði frá fjölskyldu, barnsföður og skóla sem og fjárhagslegur stuðningur. Skólinn þarf að koma til móts við þær með úrræðum sem auðvelda þeim að sameina móðurhlutverkið við nemahlutverkið. Þá kom fram að allar áttu konurnar mæður sem einnig voru ungar þegar þær eignuðust sitt fyrsta barn. Barnsfeðurnir eru allir eldri en mæðurnar og samband þeirra hefur ekki haldist fram til dagsins í dag. Þá tóku fjölskyldur barnsfeðranna fréttum af þungun betur en fjölskyldur kvennanna.

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpouse of this study was to explore the career development of women that give birth to their first child before they become 20 years old. I used qualitative research methods and conducted seven semi-standardized interviews with seven women that had given birth to their first child when they ware 16-19 years old. The results show that the women value education as the key to success in life. Being educated makes it easier to get good jobs. To be able to study, the young mothers need good support from their family, the child’s father, the school and they also need financial support. The school has to offer some solutions that helps them cope with motherhood as well as being a student. All of the women have mothers that were also young when they had their first child, the children’s fathers are all older than the mothers and the relationships between them did not last. The father’s families took the pregnancy news much better than the families of the young mothers.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Henny.pdf653.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna