Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14927
Hér verða kvikmyndahandrit og uppbygging þeirra tekin fyrir. Fjallað verður um kenningar Syd Fields og hugmyndir hans um frásagnarviðmiðið, form sem hann telur að flestar myndir fylgi. Einnig er sagt frá hugmyndum Christophers Voglers um ferð söguhetjunnar og tólf stig hetjuferðarinnar verða útskýrð. Fjallað verður lítillega um gagnrýni Johns Trubys á kenningar um þriggja þátta uppbyggingu sem hann álítur vera vélræna en ekki lífræna. Sagt er stuttlega frá þáttum sem hann telur að verði að hafa í huga við að skrifa góða sögu svo hún þróist eðlilega út frá hugmynd en ekki út frá stöðluðu formi. Loks verða kvikmyndirnar Okkar eigin Osló og Brim skoðaðar með tilliti til hugmynda þessara fræðimanna og athugað hvernig uppbygging myndanna fellur að hugmyndum þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sandra_Gudrun_Gudmundsdottir_BA.pdf | 577.93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |