is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14929

Titill: 
 • Kvennarými í listsköpun: Rými sem femínísk strategía
 • Titill er á ensku Women's spaces in the arts: Spaces as feminist strategy
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi skiptist í tvo hluta, heimildamyndina Uppistandsstelpur og eftirfarandi texta. Meginviðfangsefni eftirfarandi texta er að greina á hvaða hátt kvennarými geta nýst sem strategíur til þess að leiðrétta kynjahalla í listsköpun og víðar. Fjallað verður gagnrýnt um femínískar kenningar um rýmismyndlíkingar og stigveldi með það að markmiði að koma fram með tillögu um hvernig kvennarými geta unnið gegn gildum stigveldis og nýfrjálshyggju. Slík vinna fer fram í gegnum virka menntun kvenna um stigveldi og þjálfun eiginleika og hegðunar sem grafa undan tvíhyggjulegu kynjakerfi. Meginniðurstaða verksins er að nútímasamfélag þarfnast kvennarýma í listsköpun og víðar. Slíkum rýmum farnast best sem femínísk strategía þegar þau eru róttæk jaðarrými. Þar ætti að fara fram sköpun nýrra gilda gegn stigveldisgildum hins karllæga augnaráðs nýfrjálshyggjunnar. Niðurstaða verksins er framlag til samþættingar mannfræðikenninga og aðgerða. Framlag þessa verks til femínískra kenninga og baráttu er að bjóða fram myndlíkinguna um þétt net kvennarýma, sem vinna í sameiningu að sköpun nýrra gilda og varða leiðina að róttækri femínískri samfélagsgerð.
  Lykilorð: femínismi, kvennarými, mannfræði, rýmismyndlíkingar, stigveldi, hooks

 • Útdráttur er á ensku

  This research is presented in two parts; as the documentary Stand Up Girls, and as the following research paper. The aim of this paper is to shed light on the possibilities of women’s spaces in the arts to serve as an important strategy towards gender equality. A critical analysis of feminist spatial metaphors and feminist writings on hierarchy is presented. This analysis suggests ways in which women’s spaces can foster gender non-conforming performances and educate and empower women to work against the creation and perpetuation of hierarchical values. This research concludes that women’s spaces are of vital importance today in the arts and in society in general. The work in these spaces is most fruitful when they can be defined as radical marginal spaces that enable the creation of non-hierarchical values that defy the neoliberal male gaze. This research contributes to the understanding of anthropology as a field of knowledge production committed to strategies of social change. The research offers the metaphor of a tight web of women’s spaces that work together to create non-hierarchical relations and values as a stepping stone towards a radically feminist society.
  Key words: feminism, women’s spaces, feminist spatial metaphors, anthropology, hierarchy, hooks

Samþykkt: 
 • 8.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA lokaútgáfa til útprentunar685.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna