is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14936

Titill: 
  • Áhrif fjölmiðla á viðhorf fólks til innflytjenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenskt samfélag hefur breyst gríðarlega undanfarin ár, úr því að vera samfélag þar sem íbúarnir tala sama tungumál og hafa svipaðan menningarlegan bakgrunn yfir í samfélag fólks með fjölbreytt móðurmál og ólíkan menningarlegan bakgrunn. Fjölmiðlar eru stór upplýsingaveita, þeir draga upp ákveðna mynd af raunveruleikanum fyrir almenning og eru eitt af áhrifaríkustu öflum samtímans í að móta skoðanir og viðhorf fólks um allan heim. Hér verður skoðað á hvaða hátt fjölmiðlar fjalla um innflytjendur og lagt mat á hvort umfjöllun um þá hér á landi sé jákvæð, neikvæð eða hlutlaus. Settar verða fram hugmyndir fræðimanna um fjölmiðla sem fjórða valdið, innrömmunar- og dagskráráhrif og rýnt í stimplunarkenninguna. Dæmi verða tekin til að sýna áhrifamátt fjölmiðla í umfjöllun þeirra um innflytjendur. Meginniðurstöður eru þær að fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að draga upp ákveðna staðalmynd af innflytjendum sem leiðir til neikvæðra viðhorfa frá samfélaginu. Kemur það meðal annars fram í fyrri rannsóknum og blaðagreinum bæði erlendis og á Íslandi. Þessar upplýsingar geta nýst til frekari uppbyggingar á jákvæðu fjölmenningarlegu samfélagi á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna Björk Helgadóttir.pdf301.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna