en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/14937

Title: 
 • is Þegar þjóðin eignaðist fiskinn. Fiskveiðifrumvarpið 1987: Aðdragandi, málsmeðferð og samþykkt
Submitted: 
 • May 2013
Abstract: 
 • is

  Í ritgerð þessari er fjallað um aðdraganda, málsmeðferð og samþykkt fiskveiðifrumvarpsins frá árinu 1987. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 4. desember 1987 af Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra og varaformanni Framsóknarflokksins, og afgreitt sem lög 8. janúar 1988. Samkvæmt fyrstu grein frumvarpsins átti íslenska þjóðin að verða lögbundinn eigandi fiskistofnanna innan íslenskrar lögsögu. Í fyrsta sinn í sögu landsins var sameignarréttur þjóðarinnar yfir fiskimiðunum leiddur í lög. Greinin olli deilum á Alþingi, en þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu á að allar greinar frumvarpsins græfu undan þeirri fyrstu. Halldór Ásgrímsson taldi að frumvarpið verndaði fyrst og fremst hagsmuni þeirra sem stunduðu fiskveiðar.
  Þetta einstaka frumvarp knúði landsmenn til þess að velta fyrir sér lagalegri stöðu þjóðarinnar gagnvart afnotarétti útgerðarmanna, stöðu Alþingis gagnvart hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og stöðu þingmanna gagnvart valdsviði sjávarútvegsráðherra.
  Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um hafrannsóknir og hvaða þýðingu þær hafa fyrir fiskveiðistjórnun. Þá eru líffræðilegar og hagfræðilegar forsendur fiskveiðistjórnunar reifaðar. Sérstaða, eignarréttur og/eða afnotaréttur útgerðarmanna gagnvart þjóðarheildinni, er rædd með hliðsjón af 72. grein stjórnarskrárinnar um eignarrétt. Einnig er fjallað um íslenska fiskveiðistjórnun á árunum 1975–1987, en á því tímabili var þjóðin ekki eigandi fiskistofnanna samkvæmt lögum. Þegar þessum þáttum hefur verið gerð skil er fjallað um alþingiskosningarnar í apríl 1987 og skoðað hvaða flokkar voru kjörnir á þing og hverjir mynduðu ríkisstjórn. Fiskveiðistefnur flokkanna eru jafnframt reifaðar og aðdragandi fiskveiðifrumvarpsins rakinn. Þegar helstu greinar frumvarpsins hafa verið tíundaðar er að lokum skyggnst inn í sali Alþingis til að varpa ljósi á þá orðræðu sem einkenndi alla málsmeðferð frumvarpsins uns það var samþykkt.

Accepted: 
 • May 8, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14937


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
aron_orn_brynjolfsson_ba.pdf706.82 kBOpenHeildartextiPDFView/Open