Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14940
Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt til BA-gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands. Fjallað verður um félagslega stöðu sprautufíkla á Íslandi. Fíkn sprautufíkla er að jafnaði erfiðari og þrálátari viðfangs en fíkn annarra fíkla. Afleiðingar sprautufíknar eru ýmislegar og fer stór hluti heilbrigðis- ásamt félagsþjónustu og löggæslu landsins í að sinna þessum hópi. Sprautufíklar eru gjarnan einstaklingar sem hafa glímt við fjölmörg vandamál sem geta verið líkamleg, geðræn eða félagsleg. Til þess að skýra stöðu þeirra voru skoðuð félagsleg tengsl sprautufíkla, menntun og atvinnuþátttaka þeirra, afbrotahegðun ásamt líkamlegri og andlegri heilsu. Helstu niðurstöður bentu til þess að íslenskir sprautufíklar eru félagslega einangraðir, hafa lokið lítilli menntun, stórt hlutfall þeirra eru öryrkjar auk þess sem mikill hluti sprautufíkla hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna líkamlegra veikinda. Þá eru sprautufíklar mun tengdari afbrotum heldur en aðrir vímuefnafíklar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
felagsleg_stada_sprautufikla_BA_lokaeintak.pdf | 564,19 kB | Lokaður til...01.01.2135 | Heildartexti |